sun 22. maí 2022 17:47
Brynjar Ingi Erluson
Keane hefur enga samúð með Burnley - „Þvílíka ruglið"
Burnley er fallið
Burnley er fallið
Mynd: Getty Images
Roy Keane, sparkspekingur á Sky Sports, segist ekki hafa neina samúð með Burnley eftir að liðið féll úr ensku úrvalsdeildinni í dag eftir 2-1 tap gegn Newcastle.

Burnley hefði þurft sigur úr leiknum í dag þar sem Leeds vann Brentford.

Það fór ekki á þann veg og ljóst að Burnley er fallið úr deildinni og er Keane nokkuð sáttur við þá niðurstöðu.

Burnley lét Sean Dyche taka poka sinn fyrir nokkrum vikum en það þótti afar einkennileg ákvörðun enda hafði maðurinn þjálfað liðið síðustu tíu ár og náð góðum árangri.

„Hverjum fannst það vera góð hugmynd að reka Sean Dyche? Það er bilun," sagði Keane.

„Dyche hefði sinnt þessu starfi til út tímabilið ef hann hefði fengið tækifærið til þess. Hann og þjálfaralið hans hafa verið þarna og gert þetta áður."

„Þegar hann fór þá var talað um að þeir þyrftu að fá einhver viðbrögð og ná að endurræsa sig, þvílíka ruglið. Ég hef enga samúð með Burnley,"
sagði hann ennfremur.
Athugasemdir
banner
banner