Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   mán 22. maí 2023 22:16
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Atli Viðar um yfirlýsingu FH: Á ekki erindi upp á yfirborðið
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

Yfirlýsing FH sem félagið sendi frá sér í gær var til umræðu í Stúkunni á Stöð 2 Sport í kvöld.

Yfirlýsingin kom eftir að Kjartan Henry Finnbogason var dæmdur í eins leiks bann en FH gagnrýnir Klöru Bjartmarz framkvæmdarstjóra KSÍ fyrir að taka afstöðu í málinu.

Atli Viðar Björnsson fyrrum leikmaður FH er sérfræðingur í Stúkunni en hann sagði sína skoðun á yfirlýsingunni en hann var ekki hrifinn.


„Ef ég hefði haft eitthvað um þetta að segja hefði ég kosið að sleppa henni. Þetta er mál sem varðar Kjartan Henry og að hann fari í leikbann, ég held að FHingar megi að einhverju leiti prísa sig sæla að einhverju leiti um niðurstöðuna í málinu, að Kjartan Henry fái bara einn leik í leikbann," sagði Atli Viðar.

„Mér finnst þessi yfirlýsingu og þetta mál vera stríð milli einstaklinga. Það er verið að hníta í Klöru og hennar vinnbrögð innan KSÍ. Þetta á ekkert erindi upp á yfirborðið. Fólk á að setjast niður og ræða saman, einn af þessum slögum sem maður hefði viljað sjá menn sleppa því að taka."

Baldur Sigurðsson tók í sama streng.

„Þessi yfirlýsing kom mér nákvæmlega ekkert á óvart, þetta er týpískt útspil sem FH myndi taka. Að litlum hluta skil ég þetta, verið að bakka upp sinn leikmann. Það sem verið er að dæma er þessi meinti olnbogi og þeir eru að vísa í það að það sé ekki augljóst að hann sé að reyna þetta," sagði Baldur.

„En ég er sammála Atla, til hvers? Hann sýndi mjög ljóta framkomu fyrr í leiknum, hættulega framkomu sem er búið að fjalla um, það er svosem búið að fjalla um allt. FH hefði bara átt að una þessari niðurstöðu og ekki senda yfirlýsingu."


Athugasemdir
banner
banner
banner