Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   mán 22. maí 2023 11:07
Elvar Geir Magnússon
Haaland og kærasta hans fóru á djammið í náttfötum
Erling Haaland með Englandsmeistarabikarinn.
Erling Haaland með Englandsmeistarabikarinn.
Mynd: EPA
Erling Haaland er vanur því að stela sviðsljósinu og hann gerði það á næturklúbbi í Manchester þar sem leikmenn nýkrýndra Englandsmeistara City fögnuðu ásamt mökum.

Haaland og kærasta hans, Isabel Johansen, mættu bæði í ljósbláum náttfötum á djammið.

Haaland fagnaði innilega eftir að bikarinn fór á loft. „Þetta eru minningar sem ég mun muna eftir út lífið," segir Haaland sem hefur skorað eins og enginn sé morgundagurinn.

Pabbi hans, Alf-Inge, mætti með honum út á galeiðuna. Alf-Inge var reyndar ekki í náttfötum en þó í skyrtu í Manchester City litnum.

Manchester City er líklegt til að vinna þrennuna þetta tímabilið, framundan er bikarúrslitaleikur gegn Manchester United og úrslitaleikur Meistaradeildarinnar gegn Inter.


Athugasemdir
banner
banner