Smith Rowe og Nelson á förum - Chelsea náði samkomulagi við Aston Villa - Úrvalsdeildarfélög keppast um Abraham - Arsenal vill Nico Williams -...
   mið 22. maí 2024 21:20
Ívan Guðjón Baldursson
Sesko tekur ákvörðun fyrir Evrópumótið
Mynd: EPA
Mynd: Getty Images
Slóvenski framherjinn Benjamin Sesko er eftirsóttur og mun hann taka ákvörðun um framtíðina sína fyrir Evrópumótið sem hefst í Þýskalandi 14. júní.

Sesko er bráðefnilegur þar sem hann á 21 árs afmæli um komandi mánaðamót en hann er mikilvægur hlekkur í liði RB Leipzig í efstu deild þýska boltans.

Leipzig keypti Sesko frá systurfélagi sínu RB Salzburg síðasta sumar og átti framherjinn í vandræðum með aðlögunarferlið til að byrja með en virðist vera búinn að ná sér á strik.

Sesko hefur í heildina skorað 18 mörk og gefið 2 stoðsendingar í 42 leikjum á tímabilinu, en hann átti erfitt uppdráttar stóran hluta tímabils og missti byrjunarliðssætið sitt til hins markaóða Lois Openda á köflum.

Sesko mun því taka ákvörðun um framtíðina á næstu vikum en hann á fjögur ár eftir af samningi við RB Leipzig og hefur verið orðaður við félög á borð við Arsenal og Manchester United.

Sesko er spenntur fyrir því að spila í ensku úrvalsdeildinni en umboðsmaður hans er þegar búinn að útiloka möguleg félagsskipti til Sádi-Arabíu.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner