Newcastle hefur áhuga á Jóni Degi - Brighton reynir við Summerville - Tilboði Tottenha í Toney hafnað
   mið 22. maí 2024 11:00
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Spjallhópur leikmanna á yfirsnúningi - Jackson með áhugaverða færslu
Pochettino og Cole Palmer.
Pochettino og Cole Palmer.
Mynd: EPA
Nicolas Jackson.
Nicolas Jackson.
Mynd: Getty Images
Margir leikmenn Chelsea eru sagðir í sjokki eftir fréttir gærdagsins þar sem Mauricio Pochettino var rekinn frá félaginu eftir aðeins eitt tímabil við stjórnvölinn.

John Terry, fyrrum fyrirliði liðsins sem starfar í dag sem þjálfari í akademíunni, lét einnig í ljós óánægju sína með fréttirnar.

Þetta kemur fram á Telegraph í dag en þar segir að spjallhópur leikmanna Chelsea sé á yfirsnúningi og leikmenn séu ósáttir. Pochettino var vinsæll á meðal leikmannahópsins og það voru aðstoðarmenn hans einnig.

Chelsea endaði tímabilið býsna vel og leikmenn höfðu trúað því að sá kafli myndi tryggja framtíð Pochettino hjá félaginu.

Nokkrir leikmenn Chelsea hafa þakkað Pochettino fyrir samstarfið á samfélagsmiðlum en svo var það Nicolas Jackson, sem lýsti bara yfir óánægju sinni með fréttirnar. Eða svo virðist allavega vera. Hann birti mynd af þeim saman og setti tvo 'emoji-kalla' með hönd á hausi. Má greina það miðað við þessa mynd að hann sé að skjóta á eigendur Chelsea fyrir að reka Pochettino og hann sé ósáttur við það.

Jackson eyddi síðar myndinni - líklega eftir að hafa fengið ráð um að gera það - og skrifaði þá: „Elska þig. Ég vildi að við gætum verið meira saman. Megi guð blessa þig og fjölskyldu þína."

Cole Palmer, sem var langbesti leikmaður Chelsea á nýliðnu tímabili, þakkaði Pochettino líka fyrir. „Stjóri, takk fyrir allt sem þú hefur gert fyrir mig og fyrir að láta drauma mína rætast. Allt það besta," skrifaði Palmer.

Robert De Zerbi er talinn líklegastur til að taka við af Chelsea en þar næst á eftir kemur Kieran McKenna, stjóri Ipswich.Athugasemdir
banner
banner