Newcastle hefur áhuga á Jóni Degi - Brighton reynir við Summerville - Tilboði Tottenha í Toney hafnað
   mið 22. maí 2024 10:41
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Young ætlar að spila áfram - Með samningstilboð á borðinu
Mynd: Getty Images
Ashley Young, sem verður 39 ára í júlí, hefur gefið það út að hann vill vera áfram hjá Everton eftir að hann fékk samningstilboð frá félagnu. „Ég myndi elska að spila eins lengi áfram og ég get," sagði Young.

Young spilaði í 31 leik af 38 fyrir Everton á tímabilinu en hann kom frá Aston Villa síðasta sumar.

Hann hefur á ferlinum spilað yfir 700 leiki fyrir félagsliðin sín.

Young er uppalinn hjá Watford og hefur einnig leikið fyrir Aston Villa, Manchester United, Inter og svo Everton. Hann lék á sínum tíma 39 landsleiki og skoraði sjö mörk.

Á ferlinum hefur hann unnið ensku úrvalsdeildina, enska bikarinn, deildabikarinn, Evrópudeildina og ítölsku deildina.
Athugasemdir
banner