Amorim með áhugaverða klásúlu - Man City sýnir Mainoo áhuga - Juve vill Silva - Liverpool gæti gert tilboð í Araujo
   þri 22. júní 2021 10:30
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Messi jafnaði met Mascherano í nótt
Mynd: EPA
Lionel Messi jafnaði í nótt met Javier Mascherano með Argentínu. Báðir hafa þeir nú leikið 147 landsleiki.

Papu Gomez skoraði eina mark leiksins í 1-0 sigri Argentínu gegn Paragvæ eftir undirbúning frá Angel Di Maria. Sigurinn tryggir Argentínu í 8-liða úrslit Copa America.

Hinn 34 ára gamli Messi lék allan leikinn í gær og átti þátt í sigurmarkinu.

Hann getur bætt metið ef hann spilar gegn Bólivíu eftir viku í fjórða leik Argentínu í mótinu.


Athugasemdir