Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   þri 22. júní 2021 17:30
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Rúnar minnir á að Arnór fór í atvinnumennsku sem bakvörður
Arnór Sveinn í leiknum í gær
Arnór Sveinn í leiknum í gær
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Það vakti athygli fréttaritara í gær þegar Arnór Sveinn Aðalsteinsson rifjaði upp gamla tíma og spilaði í hægri bakverði gegn Víkingi.

Arnór kom inn í stöðuna fyrir Kennie Chopart sem tók út leikbann. Arnór hefur spilað í miðverði undanfarin ár en leysti stöðuna í fjarveru Kennie.

Á varamannabekk KR var Hjalti Sigurðsson sem hefur spilað í bakverðinum en Rúnar Kristinsson, þjálfari KR, ákvað að setja Finn Tómas Pálmason í liðið, í hægri miðvarðarstöðuna og færði Arnór í bakvörðinn.

Rúnar var spurður út í þessa ákvörðun í viðtali eftir leikinn.

„Það var erfið ákvörðun, við þurftum aðeins að sjá andstæðinginn sem við vorum að spila við og hvaða möguleika við höfðum. Arnór er náttúrulega uppalinn sem hægri bakvörður, spilaði í atvinnumennsku sem hægri bakvörður. Svo er búið að skóla hann til í miðvörð núna. Ég ákvað að taka þessa ákvörðun til að hafa aðeins meiri styrk og reynslu í varnarlínunni," sagði Rúnar.

Lestu um leikinn: Víkingur R. 1 - 1 KR

Arnór er uppalinn í Breiðabliki en hélt til Hönefoss árið 2011. Hann kom aftur heim fyrir tímabilið 2014 og spilaði með Blikum þangað til hann fór í KR fyrir tímabilið 2017.
Rúnar: Komast upp með hluti sem flestallir komast ekki upp með
Athugasemdir
banner
banner