Van Dijk íhugaði Real - Anderson til í að fara til United - Sancho má fara frítt - Real ætlar að selja Vinicius
Arnar: Þarf lítið til svo allt fari til fjandans
„Stórt að einn besti hafsent deildarinnar velji að spila fyrir okkur"
Auðveld ákvörðun að velja Grindavík/Njarðvík - „Væri til í að byrja á morgun"
Hlín Eiríks: Kíktum í balletkennslu í gær í staðinn fyrir æfingu
Steini: Hún er bara orðin gömul og þreytt
Thelma Karen: Gærdagurinn eitt mesta bull sem ég hef lent í á ævinni
Emilía Kiær: Geggjaður bónus að geta fengið sitt fyrsta landsliðsmark
Birnir Snær: Það er alvöru framleiðsla í Garðabænum
Sjáðu það helsta úr ítalska: Napoli fór á toppinn og Albert skoraði
Sjáðu það helsta úr spænska: Real Madrid vann El Clasico
Ragnar Bragi: Sýnir að klúbbnum sé alvara
Heimir setur titlasöfnun til hliðar: Núna er að búa til eitthvað
Jökull: Endar ekki í efstu þremur nema hafa unnið fyrir því
Örvar tvöfaldaði markafjölda sinn: Ég var óheppinn þá
Höskuldur: Hefur verið geðshræringavika
Ólafur Ingi: Eins og þú sérð þá er þetta frábært lið
Pablo Punyed um framtíðina: Það kemur í ljós
Matti Villa: Geggjaður endir á frábæru tímabili og mínum ferli
Sölvi um Pablo og Matta Villa: Þetta eru algjörir sigurvegarar
Túfa um Val: Miðað við allt sem ég er búinn að gera á ég þetta ekki skilið
   lau 22. júní 2024 22:49
Haraldur Örn Haraldsson
Arnar Gunnlaugs: Fegurðin í fótboltanum er að 1-0 yfir er ekki neitt
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

Arnar Gunnlaugsson þjálfari Víkinga var svekktur með úrslit kvöldsins eftir að liðið hans gerði 1-1 jafntefli við KR á Víkingsvelli.


Lestu um leikinn: Víkingur R. 1 -  1 KR

„Það er náttúrulega súrt að vinna ekki á heimavelli, eða súrt bara að vinna ekki alla leiki. Fyrstu 30 mínúturnar voru frábærar hjá okkur. Svo kemur eitthvað fyrir Halla (Halldór Smára), höfuðhögg og það var eins og allt liðið hafi fengið höfuðhögg, við svona vönkuðumst við það í einhvern smá tíma og þeir jöfnuðu leikinn. Seinni hálfleikur var bara erfitt að spila á móti svona lágvörn og finna glufur. Jafnframt að halda jafnvæginu milli þess að taka ekki allt of mikla sénsa til að fá ekki einhverja skyndisókn í andlitið og allt í einu bara tapa leiknum. Þannig að ég held að KR hafi bara komið með gott leikplan og börðust hrikalega vel. Við gerðum góða hluti líka, þetta var alls ekkert 'disaster'. Við reyndum að spila og skapa færi, það var bara smá vesen í seinni hálfleik. En mér fannst fyrri hálfeikur virkilega öflugur hjá okkur, gott flæði í leiknum."

Axel Óskar Andrésson leikmaður KR virðist hafa tekið Erling Agnarsson niður inn í teig í fyrri hálfleik. Margir Víkingar vildu fá dæmt víti þar en Arnar vildi helst ekki tjá sig of mikið um málið.

„Ég ætla bara að halda mig við það sem ég sagði eftir leikinn á móti Val. Það skiptir engu máli hvað ég segi. Jú jú það getur vel verið að það hafi verið víti eða ekki víti. Það skiptir engu máli."

Víkingur spilaði við Val fyrir aðeins fjórum dögum síðan og það gæti verið að einhverjir menn hafi verið þreyttir.

„Ég gat ekki séð það. Mér fannst fyrstu 30 mínúturnar bara geggjaðar af okkar hálfu. Við vorum alveg með þá í köðlunum og vorum hvað eftir annað að sækja á þá. En bara fegurðin í fótboltanum er að 1-0 yfir er ekki neitt. Þeir voru þreyttir, búnir að hlaupa mikið og svo allt í einu fá þeir mark, vel gert hjá þeim. Það er alltaf vel gert hjá þeim sem skora en ömurlegt fyrir þá sem fá á sig markið. Þá gerist bara það sem gerist alltaf er að hitt liðið fær aðeins meiri innspýtingu og kannski meiri trú á verkefni sem þeir voru búnir að missa trú á. Það sást alveg langar leiðir að þeir voru löngu búnir að missa trú á það sem þeir voru að gera í fyrri hálfleik því við herjuðum svo mikið á þá. Svo kom markið og þá kom trúin aftur, sem kannski fleytti þeim aðeins inn í hálfleikinn. Svo voru þeir bara baráttuglaðir í seinni hálfleik."

Viðtalið má sjá í heild sinni í spilaranum hér fyrir ofan.


Athugasemdir
banner
banner