Bayern hefur gert tilboð í Díaz - Liverpool vill Ekitike
Fyrsta tap ÍR: „Helvíti gróft ef að eitt tap í tólf leikjum sitji þungt í mönnum"
Hemmi fékk góða afmælisgjöf: „Hún gat ekki verið betri"
Reynir Freyr: Gefur okkur mikið að fá Jón Daða
Gunnar Guðmunds: Við erum búnir að fá okkur alltof mörg mörk úr föstum leikatriðum
Árni Freyr: Andleysi leikmanna í hámarki
Jakob Gunnar spilaði sinn síðasta leik fyrir Þróttara: Vildi spila meira
Ingi Rafn: Fyrri hálfleikurinn skóp þennan sigur
Mark tekið af Keflavík vegna rangstöðu: „Bara óskiljanlegt"
Haraldur Hróðmars: Lífsnauðsynlegur sigur
Venni: Það gaf okkur blóð á tennurnar
Sandra María: Gáfum líkama og sál en það skilaði engu
Hlín kom frábær inn - Svekkt með hlutverkið sitt
Sveindís: Hann kemur samt þegar ekkert er undir
Glódís svekkt: Leyfðum henni að gera nákvæmlega það sem hún vill
Guðrún: Fæ gæsahúð í hvert skipti
Ingibjörg lýsir sorgarferlinu - „Þetta er ömurleg tilfinning"
Dagný: Að öllum líkindum mitt síðasta Evrópumót
Tómas Bent: Hefði átt að troða inn þriðja markinu
Túfa ánægður eftir sannfærandi Evrópusigur: Það er gaman að vera Valsari
Eru 22 saman í Sviss - „Áfram Vestri og áfram Guðrún"
   lau 22. júní 2024 22:49
Haraldur Örn Haraldsson
Arnar Gunnlaugs: Fegurðin í fótboltanum er að 1-0 yfir er ekki neitt
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

Arnar Gunnlaugsson þjálfari Víkinga var svekktur með úrslit kvöldsins eftir að liðið hans gerði 1-1 jafntefli við KR á Víkingsvelli.


Lestu um leikinn: Víkingur R. 1 -  1 KR

„Það er náttúrulega súrt að vinna ekki á heimavelli, eða súrt bara að vinna ekki alla leiki. Fyrstu 30 mínúturnar voru frábærar hjá okkur. Svo kemur eitthvað fyrir Halla (Halldór Smára), höfuðhögg og það var eins og allt liðið hafi fengið höfuðhögg, við svona vönkuðumst við það í einhvern smá tíma og þeir jöfnuðu leikinn. Seinni hálfleikur var bara erfitt að spila á móti svona lágvörn og finna glufur. Jafnframt að halda jafnvæginu milli þess að taka ekki allt of mikla sénsa til að fá ekki einhverja skyndisókn í andlitið og allt í einu bara tapa leiknum. Þannig að ég held að KR hafi bara komið með gott leikplan og börðust hrikalega vel. Við gerðum góða hluti líka, þetta var alls ekkert 'disaster'. Við reyndum að spila og skapa færi, það var bara smá vesen í seinni hálfleik. En mér fannst fyrri hálfeikur virkilega öflugur hjá okkur, gott flæði í leiknum."

Axel Óskar Andrésson leikmaður KR virðist hafa tekið Erling Agnarsson niður inn í teig í fyrri hálfleik. Margir Víkingar vildu fá dæmt víti þar en Arnar vildi helst ekki tjá sig of mikið um málið.

„Ég ætla bara að halda mig við það sem ég sagði eftir leikinn á móti Val. Það skiptir engu máli hvað ég segi. Jú jú það getur vel verið að það hafi verið víti eða ekki víti. Það skiptir engu máli."

Víkingur spilaði við Val fyrir aðeins fjórum dögum síðan og það gæti verið að einhverjir menn hafi verið þreyttir.

„Ég gat ekki séð það. Mér fannst fyrstu 30 mínúturnar bara geggjaðar af okkar hálfu. Við vorum alveg með þá í köðlunum og vorum hvað eftir annað að sækja á þá. En bara fegurðin í fótboltanum er að 1-0 yfir er ekki neitt. Þeir voru þreyttir, búnir að hlaupa mikið og svo allt í einu fá þeir mark, vel gert hjá þeim. Það er alltaf vel gert hjá þeim sem skora en ömurlegt fyrir þá sem fá á sig markið. Þá gerist bara það sem gerist alltaf er að hitt liðið fær aðeins meiri innspýtingu og kannski meiri trú á verkefni sem þeir voru búnir að missa trú á. Það sást alveg langar leiðir að þeir voru löngu búnir að missa trú á það sem þeir voru að gera í fyrri hálfleik því við herjuðum svo mikið á þá. Svo kom markið og þá kom trúin aftur, sem kannski fleytti þeim aðeins inn í hálfleikinn. Svo voru þeir bara baráttuglaðir í seinni hálfleik."

Viðtalið má sjá í heild sinni í spilaranum hér fyrir ofan.


Athugasemdir
banner
banner
banner