Risaverðmiði á Isak sem er á óskalista Chelsea - Bayern ætlar að reyna við Onana - Áhugi frá Sádi-Arabíu á Garnacho
   lau 22. júní 2024 15:51
Ívan Guðjón Baldursson
Lengjudeild kvenna: ÍBV vann fallbaráttuslag gegn Selfossi
Lengjudeildin
Thelma Sól skoraði eina mark leiksins á 60. mínútu.
Thelma Sól skoraði eina mark leiksins á 60. mínútu.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
ÍBV 1 - 0 Selfoss
1-0 Thelma Sól Óðinsdóttir ('60)

Lestu um leikinn: ÍBV 1 -  0 Selfoss

ÍBV tók á móti Selfossi í suðurlandsslag og jafnframt mikilvægum fallbaráttuslag í Lengjudeild kvenna í dag.

Það var lítið að frétta í bragðdaufum fyrri hálfleik þar sem Eyjakonur fengu hættulegustu færin, en Eva Ýr Helgadóttir varði vel í marki Selfyssinga og þá átti ÍBV nokkur skot framhjá markinu.

Selfoss byrjaði seinni hálfleikinn betur eftir að ÍBV hafði verið sterkari aðilinn í fyrri hálfleik, en það voru Vestmannaeyingar sem tóku forystuna á 60. mínútu.

Olga Sevcova gerði þá mjög vel úti á vinstri kanti þar sem hún fór framhjá tveimur varnarmönnum áður en hún lagði boltann út í teiginn. Þar var Thelma Sól Óðinsdóttir mætt og kláraði hún með snyrtilegri afgreiðslu.

ÍBV tók yfir leikinn eftir að hafa tekið forystuna og gerðu gestirnir frá Selfossi sig ekki líklega til að skora jöfnunarmark. Lokatölur urðu 1-0 fyrir ÍBV sem er áfram í fallsæti, en er núna með 7 stig eftir jafnmargar umferðir. Selfoss er með 8 stig.
Athugasemdir
banner
banner