Risaverðmiði á Isak sem er á óskalista Chelsea - Bayern ætlar að reyna við Onana - Áhugi frá Sádi-Arabíu á Garnacho
Rúnar Páll er mjög spenntur: Það er gír í okkur
Jökull óánægður með varnarleikinn: Vonbrigði fyrir okkur
Talar um einbeitingaleysi - „Það er ástæðan afhverju við erum í veseni“
Snýst ekki um að bíða eftir sigrinum - „Mæta á æfingar og æfa vel“
„Djuric is back"
Rúnar Kristins: Lífsnauðsynlegur sigur
Arnar Gunnlaugs eftir stórsigur: Finnst eins og sumarið sé að byrja
Davíð Smári: Alveg sorglega léleg blaðamennska
Dragan: Kjaftæði að fá á sig svona mark
Árni Freyr: Ég hefði örugglega verið pirraður að fá þetta rauða spjald á mig
Siggi talar um kraftaverk: Skrítnasta dómgæsla sem ég hef orðið vitni að
Chris Brazell: Ég kenni sjálfum mér um þetta
Magnús Már: Þetta er ógeðslega, ógeðslega pirrandi
Úlfur Arnar: Verður gaman að kaupa í matinn á morgun
Óli Hrannar: Flottur sigur sem við skópum í fyrri hálfleiknum
Sigurvin: Ömurlegt að tapa
John Andrews: Ég er himinlifandi
Kristján Guðmunds: Aðalmálið er að horfa á frammistöðuna
Frans: Kannski sanngjarnt miðað við seinni hálfleikinn
Gunnar Heiðar: Ég er stemmingsmaður
   lau 22. júní 2024 20:07
Stefán Marteinn Ólafsson
Ómar: Þvælan er að hleypa þeim inn í þetta - Varð bara sætara fyrir vikið
Ómar Ingi Guðmundsson þjálfari HK
Ómar Ingi Guðmundsson þjálfari HK
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

HK tóku á móti Stjörnunni í Kórnum þegar 11.umferð Bestu deildarinnar hóf göngu sína í dag.

Þrátt fyrir hetjulega baráttu gesta að ná að jafna örfáum mínútum fyrir leikslok voru það heimamenn í HK sem fundu sigurmarkið í uppbótartíma.


Lestu um leikinn: HK 4 -  3 Stjarnan

„Það virðist vera mikið fjör þegar við mætumst í fyrsta sinn á tímabilinu og þetta var okkar megin í dag sem var gífurlega sætt." Sagði Ómar Ingi Guðmundsson þjálfari HK eftir sigurinn í dag.

„Þvælan er að hleypa þeim svona inn í þetta þegar við erum með 3-1 og eigum að sigla þessu heim en þetta varð bara sætara fyrir virkið." 

Stjörnumenn voru heldur sterkari aðilinn í fyrri hálfleik en HK náði að komast yfir í uppbótartíma fyrri hálfleiksins og leiddu í hálfleik.

„Það var mjög mikilvægt. Klárlega voru þeir meira með boltann og þar að leiðandi að margra mati sterkari. Þeir fengu einhverja sénsa þarna en mér fannst samt varnarleikurinn ganga upp að vissu marki gangvart því sem að við ætluðum að gera í fyrri hálfleiknum." 

„Við komumst strax í 3-1 um leið og við mætum út sem var töluvert mikil hugarfarsbreyting frá byrjun leiks miðað við fyrri hálfleikinn. Það var skelfilegt að lenda þar undir." 

„Erfitt að gera leikinn einhvernveginn upp því maður er pirraður yfir því að það hafi orðið 3-3 en svo er maður hrikalega ánægður með að þetta hafi fallið okkar meginn í lokin." 


Besta-deild karla
Lið L U J T Mörk mun Stig
1.    Víkingur R. 13 9 3 1 32 - 13 +19 30
2.    Breiðablik 12 8 2 2 27 - 14 +13 26
3.    Valur 12 7 4 1 30 - 15 +15 25
4.    ÍA 11 5 2 4 21 - 15 +6 17
5.    FH 11 5 2 4 21 - 21 0 17
6.    Fram 12 4 4 4 18 - 18 0 16
7.    Stjarnan 13 5 1 7 24 - 28 -4 16
8.    KR 12 3 4 5 22 - 24 -2 13
9.    HK 11 4 1 6 14 - 21 -7 13
10.    Vestri 12 3 1 8 15 - 31 -16 10
11.    KA 11 2 2 7 17 - 27 -10 8
12.    Fylkir 12 2 2 8 18 - 32 -14 8
Athugasemdir
banner
banner