HK tóku á móti Stjörnunni í Kórnum þegar 11.umferð Bestu deildarinnar hóf göngu sína í dag.
Þrátt fyrir hetjulega baráttu gesta að ná að jafna örfáum mínútum fyrir leikslok voru það heimamenn í HK sem fundu sigurmarkið í uppbótartíma.
Lestu um leikinn: HK 4 - 3 Stjarnan
„Það virðist vera mikið fjör þegar við mætumst í fyrsta sinn á tímabilinu og þetta var okkar megin í dag sem var gífurlega sætt." Sagði Ómar Ingi Guðmundsson þjálfari HK eftir sigurinn í dag.
„Þvælan er að hleypa þeim svona inn í þetta þegar við erum með 3-1 og eigum að sigla þessu heim en þetta varð bara sætara fyrir virkið."
Stjörnumenn voru heldur sterkari aðilinn í fyrri hálfleik en HK náði að komast yfir í uppbótartíma fyrri hálfleiksins og leiddu í hálfleik.
„Það var mjög mikilvægt. Klárlega voru þeir meira með boltann og þar að leiðandi að margra mati sterkari. Þeir fengu einhverja sénsa þarna en mér fannst samt varnarleikurinn ganga upp að vissu marki gangvart því sem að við ætluðum að gera í fyrri hálfleiknum."
„Við komumst strax í 3-1 um leið og við mætum út sem var töluvert mikil hugarfarsbreyting frá byrjun leiks miðað við fyrri hálfleikinn. Það var skelfilegt að lenda þar undir."
„Erfitt að gera leikinn einhvernveginn upp því maður er pirraður yfir því að það hafi orðið 3-3 en svo er maður hrikalega ánægður með að þetta hafi fallið okkar meginn í lokin."

L | U | J | T | ms: | mf: | mun | Stig | ||
---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|
0 | 0 | 0 | 0 | 0 | 0 | 0 | 0 | 0 |