Real vill Trent - Man Utd mun ekki reyna við Southgate - Aston Villa býr sig undir að keppa um Williams
   lau 22. júní 2024 23:58
Sölvi Haraldsson
Sunderland ræður Régis Le Bris (staðfest)
Mynd: Getty Images

Sunderland hefur staðfest ráðninguna á Régis Le Bris sem tekur við liðinu núna en hann er kominn með starfsleyfi í Bretlandi.


Régis Le Bris hefur einungis þjálfað Lorient og Lorient B í Frakklandi á þjálfaraferlinum en núna tekur hann við Sunderland sem er í Championship deildinni í dag. 

Sunderland rak tvo þjálfara á síðustu leiktíð. Tony Mowbray var fyrstur að fara en það var Mike Beale sem tók við af honum. Mike Beale náði alls ekki góðum árangri með liðið og var látinn fara í febrúar, fljótlega eftir að hafa tekið við Sunderland. Margir stuðningsmenn liðsins furðuðu sig á því afhverju Beale væri að taka við liðinu á sínum tíma.

Régis Le Bris var á fimm manna lista hjá stjórn Sunderland til að taka við liðinu þegar Beale var látinn fara.

Eigandi Sunderland, Kyril Louis-Dreyfus, er með þeim yngri í bransanum (21) en hann leggur mikla áherslu á að fá franska leikmenn inn í félagið og núna er hann búinn að ráða franskann stjóra.

Will Still var mikið orðaður við stjórastól Sunderland en hann hefur sjálfur mikinn áhuga að þjálfa lið í Championship deildinni.


Athugasemdir
banner
banner
banner