Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   fös 22. júlí 2022 19:01
Brynjar Ingi Erluson
Dani Alves fer til Mexíkó
Dani Alves mun spila í Mexíkó
Dani Alves mun spila í Mexíkó
Mynd: EPA
Brasilíski reynsluboltinn Dani Alves er búinn að finna sér nýtt lið en hann mun á næstu dögum skrifa undir eins árs samning við mexíkóska félagið Pumas.

Alves snéri aftur til Evrópu undir lok síðasta árs og samdi aftur við Barcelona, en félagið ákvað að framlengja ekki samning hans í sumar og var honum því frjálst að ræða við önnur félög.

Þessi 39 ára gamli leikmaður er nú búinn að finna sér nýtt félag en hann mun skrifa undir eins árs samning við Pumas í Mexíkó.

Alves hefur unnið allt sem hægt er að vinna á fótboltaferlinum fyrir utan HM og hefur lagt mikla vinnu í að halda sér í formi fyrir stórmótið.

Alves mun lenda í Mexíkó á næstu dögum til að skrifa undir samning við Pumas en þar kemur fram að samningurinn er til eins árs með möguleika á að framlengja um annað ár.
Athugasemdir
banner
banner
banner