Amorim, Frank, Ten Hag, De Bruyne, Isak, Olise, Gyökeres og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
banner
   fös 22. júlí 2022 11:23
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
FH fær U19 landsliðskonu frá Haukum (Staðfest)
Mynd: Hulda Margrét/Haukar
FH heldur áfram að þétta raðirnar fyrir seinni hlutann í Lengjudeild kvenna. FH er á toppi deildarinnar, með jafnmörg stig og Tindastóll en hefur leikið einum leik færra.

Á síðustu dögum hefur liðið fengið markvörðinn Aldísi Guðlaugsdóttur á láni frá Val og Vigdísi Eddu Friðriksdóttur frá Þór/KA.

Í dag hefur svo Berglind Þrastardóttir gengið í raðir félagsins frá nágrönnunum í Hafnarfirði, Haukum.

Berglind er fædd árið 2004 og á að baki tvo leiki fyrir U19 landsliðið. Hún kom fyrst í sögu í keppnisleik með meistaraflokki sumarið 2019, spilaði einn leik og er því núna á sínu þriðja heila tímabili í meistaraflokki.

Í sumar hefur hún spilað níu leiki með Haukum og skorað eitt mark. Haukar eru í miklu brasi í deildinni, eru með þrjú stig eftir tíu leiki og verma botnsæti deildarinnar.

Berglind lék á sínum tíma einnig með U15 landsliðinu.
Athugasemdir
banner
banner