Jóhann Ægir Arnarsson er í byrjunarliði FH sem mætir ÍA í Bestu deildinni í kvöld. Leikurinn hefst klukkan 19:15 og fer fram á Kaplakrikavelli.
Lestu um leikinn: FH 1 - 1 ÍA
Þetta er fyrsti byrjunarliðsleikur Jóhanns með FH í þrettán og hálfan mánuð. Hann sleit krossband í júlí í fyrra og sneri aftur á völlinn í síðasta leik þegar hann kom inn á sem varamaður gegn HK.
Hann er fæddur árið 2002, er uppalinn í FH og á að baki 30 leiki í efstu deild.
Síðasti byrjunarliðsleikur varnarmannsins var 5. júní 2023 þegar hann byrjaði í bikarleik gegn Breiðabliki.
Hann og Logi Hrafn Róbertsson voru til viðtals í FH hlaðvarpinu þar sem hitað var upp fyrir leik dagsins.
Jóhann Ægir x Logi Hrafn!
— FHingar (@fhingar) July 22, 2024
Fínt að láta þetta malla á leikdegi sem þessum.https://t.co/6jqtxOkeJ8
Athugasemdir