Viðureign FH og ÍA í 15. umferð Bestu deildar karla hefst í kvöld klukkan 19:15. Í síðustu umferð fengu Hafnfirðingar. HK í heimsókn þar sem þeir unnu 3-1. ÍA fór hinsvegar í Árbæinn þar sem þeir töpuðu 3-0 gegn Fylki. Byrjunarliðin fyrir leikinn í kvöld eru komin og þetta eru breytingarnar frá síðustu umferð.
Lestu um leikinn: FH 1 - 1 ÍA
Heimir Guðjónsson þjálfari FH gerir tvær breytingar á sínu liði en það eru Logi Hrafn Róbertsson og Jóhann Ægir Arnarsson sem koma inn í byrjunarliðið. Björn Daníel Sverrisson er á bekknum en Ástbjörn Þórðarson er ekki í hóp þar sem hann meiddist í síðasta leik
Jón Þór Hauksson þjálfari ÍA gerir eina breytingu á sínu liði en það er Gufinnur Þór Leósson sem kemur inn í byrjunarliðið. Arnór Smárason fær sér sæti á bekknum fyrir hann.
Byrjunarlið FH:
1. Sindri Kristinn Ólafsson (m)
4. Ólafur Guðmundsson (f)
6. Grétar Snær Gunnarsson
7. Kjartan Kári Halldórsson
9. Sigurður Bjartur Hallsson
11. Arnór Borg Guðjohnsen
21. Böðvar Böðvarsson
23. Ísak Óli Ólafsson
27. Jóhann Ægir Arnarsson
33. Úlfur Ágúst Björnsson
34. Logi Hrafn Róbertsson
Byrjunarlið ÍA:
1. Árni Marinó Einarsson
3. Johannes Vall
4. Hlynur Sævar Jónsson
6. Oliver Stefánsson
9. Viktor Jónsson (f)
10. Steinar Þorsteinsson
11. Hinrik Harðarson
13. Erik Tobias Sandberg
18. Guðfinnur Þór Leósson
19. Marko Vardic
66. Jón Gísli Eyland Gíslason
Besta-deild karla
Lið | L | U | J | T | Mörk | mun | Stig |
---|---|---|---|---|---|---|---|
1. Víkingur R. | 22 | 15 | 4 | 3 | 56 - 23 | +33 | 49 |
2. Breiðablik | 22 | 15 | 4 | 3 | 53 - 28 | +25 | 49 |
3. Valur | 22 | 11 | 5 | 6 | 53 - 33 | +20 | 38 |
4. ÍA | 22 | 10 | 4 | 8 | 41 - 31 | +10 | 34 |
5. Stjarnan | 22 | 10 | 4 | 8 | 40 - 35 | +5 | 34 |
6. FH | 22 | 9 | 6 | 7 | 39 - 38 | +1 | 33 |
7. Fram | 22 | 7 | 6 | 9 | 31 - 32 | -1 | 27 |
8. KA | 22 | 7 | 6 | 9 | 32 - 38 | -6 | 27 |
9. KR | 22 | 5 | 6 | 11 | 35 - 46 | -11 | 21 |
10. HK | 22 | 6 | 2 | 14 | 26 - 56 | -30 | 20 |
11. Vestri | 22 | 4 | 6 | 12 | 22 - 43 | -21 | 18 |
12. Fylkir | 22 | 4 | 5 | 13 | 26 - 51 | -25 | 17 |
Athugasemdir