Risatilboði Chelsea hafnað - Tekur Nuno við West Ham? - Tveir á blaði United - Ungur miðvörður til Arsenal?
Magnús Már: Það er gjörsamlega óásættanlegt
Viktor Jóns: Tók eftir því strax í vetur hvað býr í þessum gæja
Damir: Það er enginn skjálfti
Láki: Þetta réðst ekki hér
Lárus Orri kjarnyrtur „Berjast fyrir þessu og fara í svolítið fuck you mode"
Dóri Árna: Það er alveg rétt að stigasöfnun hefur verið rýr í síðustu deildarleikjum
Breki Baxter: FH leikurinn situr núna í okkur
Gummi Kristjáns léttur: Er að spila alltof aftarlega á vellinum
Túfa hefur ekki áhyggjur - „Alvöru menn taka mótlætið á kassann“
„Ekkert að rífa okkur upp til skýja fyrir að vinna Val hérna“
Valdimar Þór: Þurftum ekkert að elta þá út um allt
Sölvi eftir stórsigur á Meistaravöllum: Líst mjög vel á þetta gras hér í KR
Óskar Hrafn hugar að breytingum: Egó þjálfarans getur ekki verið að þvælast fyrir árangri liðsins
Davíð Smári: Ósáttur með að við skulum gleyma fyrir hvað við stöndum
Bjarni Guðjón: Það er gaman að vera Þórsari í dag
„Fullyrði að ekki nokkur leikmaður hefur bætt sig jafn mikið eftir þrítugt"
Rúnar: Þá tekur þú ekki besta leikmanninn í liðinu útaf
Hallgrímur Mar: Getum engum öðrum en sjálfum okkur um kennt
Heimir: Þeir voru að svæfa leikinn og komust upp með það
Jón Daði: Þarf að komast í burtu frá fótbolta og hreinsa hugan
   mán 22. júlí 2024 21:58
Haraldur Örn Haraldsson
Hinrik Harðar: Ég held að pabbi hafi verið Skagamaður í þessum leik
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

Hinrik Harðarson leikmaður ÍA skoraði eina mark Skagamanna þegar þeir geru 1-1 jafntefli við FH í kvöld. FH jafnaði leikinn á 94. mínútu og Hinrik því skiljanlega svekktur að hafa ekki unnið leikinn.


Lestu um leikinn: FH 1 -  1 ÍA

„Það er náttúrulega gríðarlega svekkjandi að ná ekki að klára þetta úr því sem komið var. Aftur á móti getum við líka tekið með okkur að við erum gríðarlega svekktir að fara með jafntefli af einum sterkasta útivelli landsins. Þannig það er bara áfram gakk í þessu."

ÍA er í 5. sæti deildarinnar, stigi á eftir FH sem er í 4. sæti. Því hefði verið gríðarlega sterkt að vinna í kvöld og fara upp fyrir FH í töflunni.

„Það er svo rosalega mikið eftir að þessu, þannig það er bara næsti leikur. Þetta skiptir þannig séð engu máli. Auðvitað hefði verið rosalega sterkt að sækja 3 stig hér, en það er bara að fara í næsta leik og vinna."

Hinrik er sonur Harðar Magnússonar sem er algjör goðsögn hjá FH. Það hefur því verið aðeins extra krydd í því að skora á móti FH.

„Það var bara alveg yndislegt (að skora), maður ólst nánast bara upp hérna við að sjá Steven Lennon skora mörk í hverri umferð. En þetta er bara geggjað fyrir mig, ég er náttúrulega bara Skagamaður og ég held að pabbi hafi verið Skagamaður í þessum leik líka. Ég ætla rétt að vona að hann hafi fagnað, ég ætla að fara ræða við hann núna."

Viðtalið má sjá í heild sinni í spilaranum hér fyrir ofan.



Athugasemdir