Mikið ber á milli Man Utd og Roma í viðræðum um Zirkzee - Chelsea hyggst styrkja miðsvæðið og er orðað við Mainoo og Wharton
Sá fyrir sér að ljúka ferlinum með Blikum: Því miður vildi klúbburinn leita eitthvað annað
Kiddi Jóns framlengir - Var í viðræðum við annað félag
Jóladagatalið: Elínborg gaf viðtal í sturtu eftir leik
Fer yfir næstu skref á Laugardalsvelli - „Setjum mikla pressu á þetta“
Jóladagatalið: Hugleysingjar dauðans
Jóladagatalið: Eiður Smári gekk út úr viðtali
Óþægileg óvissa en gerðist svo hratt - „Þarf að byrja á að virða þetta skref"
Jóladagatalið: Dansaði að hætti Boris Lumbana
Jóladagatalið: Fituprósenta og Framsókn
Jóladagatalið: Vidic er fokking leiðinlegur
Viktor Örn: Sjóaðir í að standa upp við mótlæti
Andri Rafn: Ákveðinn léttir og mikil gleði að ná fyrsta sigrinum
Jóladagatalið: Baldur Sig og lága kvöldsólin
Höskuldur: Við Íslendingar ættum að fara kannast við þetta lið
Aron Snær: Svo hringir bara Kári Árna
Ólafur Ingi: Þá held ég að sigurinn skili sér
Jóladagatalið: Vona að þeir hafi verið á baki en ekki með hann í lúkunum
Jóladagatalið: Hvernig er að ganga í Feneyjum?
Jóladagatalið: Misskildi spurningu fréttamanns - „Setti hársprey og svona“
Jóladagatalið: Hægðir og lægðir
   mán 22. júlí 2024 21:58
Haraldur Örn Haraldsson
Hinrik Harðar: Ég held að pabbi hafi verið Skagamaður í þessum leik
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

Hinrik Harðarson leikmaður ÍA skoraði eina mark Skagamanna þegar þeir geru 1-1 jafntefli við FH í kvöld. FH jafnaði leikinn á 94. mínútu og Hinrik því skiljanlega svekktur að hafa ekki unnið leikinn.


Lestu um leikinn: FH 1 -  1 ÍA

„Það er náttúrulega gríðarlega svekkjandi að ná ekki að klára þetta úr því sem komið var. Aftur á móti getum við líka tekið með okkur að við erum gríðarlega svekktir að fara með jafntefli af einum sterkasta útivelli landsins. Þannig það er bara áfram gakk í þessu."

ÍA er í 5. sæti deildarinnar, stigi á eftir FH sem er í 4. sæti. Því hefði verið gríðarlega sterkt að vinna í kvöld og fara upp fyrir FH í töflunni.

„Það er svo rosalega mikið eftir að þessu, þannig það er bara næsti leikur. Þetta skiptir þannig séð engu máli. Auðvitað hefði verið rosalega sterkt að sækja 3 stig hér, en það er bara að fara í næsta leik og vinna."

Hinrik er sonur Harðar Magnússonar sem er algjör goðsögn hjá FH. Það hefur því verið aðeins extra krydd í því að skora á móti FH.

„Það var bara alveg yndislegt (að skora), maður ólst nánast bara upp hérna við að sjá Steven Lennon skora mörk í hverri umferð. En þetta er bara geggjað fyrir mig, ég er náttúrulega bara Skagamaður og ég held að pabbi hafi verið Skagamaður í þessum leik líka. Ég ætla rétt að vona að hann hafi fagnað, ég ætla að fara ræða við hann núna."

Viðtalið má sjá í heild sinni í spilaranum hér fyrir ofan.



Athugasemdir
banner
banner