David á blaði hjá Man Utd, Liverpool og Arsenal - Liverpool undirbýr tilboð í Tchouameni - Man Utd reynir aftur við Branthwaite
Arnar Gunnlaugs: Má láta sig dreyma um eitthvað meira
Gísli Gotti: Þetta er risastór gluggi fyrir alla - Pressa að standa sig
„Ætlum okkur að spila áfram í febrúar á næsta ári"
Hilmar Árni: Drifkrafturinn að gera aðra betri hefur stigmagnast
„Mega ekki sýna snefil af minnimáttarkennd“
Gunnar Olsen: Sjálfstraustið mikið og við stefnum á EM
„Spennandi hópur sem er ógeðslega gaman að vinna með“
Fred stoðsendingahæstur: Myndi vilja hafa Rúnar með mér á miðjunni
Benoný kominn með gullskóinn: Var ákveðinn í að slá þetta met
Viktor flytur á Akranes og framlengir út 2027
„Ég fer að grenja að tala um það"
Dóri Árna: Ekki verið nálægt því að tapa síðan einhvern tímann í júní
Höskuldur: Þetta er epísk sögulína
Andri Rafn: Maður er náttúrulega bara í einhverjum graut eftir þetta
„Fannst við eiga að vinna stærra"
Aron Bjarna: Ennþá að meðtaka þetta
Sölvi Geir: Því miður féll þetta bara ekki með okkur
Damir: Við pökkuðum þeim bara saman
Davíð Ingvars: Það verður partý fram á nótt
„Tveir úrslitaleikir og núll titlar er ekki nógu gott"
   lau 22. september 2018 16:50
Ármann Örn Guðbjörnsson
Einlægur Gummi Magg: Allt í rugli
Gummi Magg skoraði í dag en það dugði ekki til
Gummi Magg skoraði í dag en það dugði ekki til
Mynd: Fótbolti.net - Bára Dröfn Kristinsdóttir
Gummi Magg, fyrirliði Fram kom í mjög einlægt viðtal eftir tap gegn Víking Ólafsvík þar sem Gummi opnaði sig um stöðu félagsins, þjálfarann og leikmenn liðsins

Lestu um leikinn: Fram 1 -  2 Víkingur Ó.

"Við æfðum vel í vetur og komum vel inní mótið en svona seinni hlutann þá var þetta svolítið mikið basl en í heildina þá mun þetta sumar bara fara í reynslubankann og menn verða betri karakterar eftir þetta tímabil"

Stjórn Knattspyrnudeildar Fram lét af störfum fyrir rúmri viku og Gummi opnaði sig um stöðu félagsins

"Það er bara allt í rugli. Við stöndum rosalega mikið einir í þessu. Leikmenn eru að ganga í verk sem þeir eiga ekki að vera að gera. Stjórnarmenn og aðrir sem eru í kringum félagið sjást ekki á svæðinu nema þegar vel gengur. Umgjörðin er eins og hún er og þetta er bara pirrandi"

"Að fá engan stuðning er bara pirrandi og það kemur auðvitað bara í hópinn, það sést á okkur að við erum pirraðir. Menn eru að halda áfram en þeir eru ekki að fá borgað, útlendingarnir eru ekki að fá borgað og þá kannski leggja þeir minna á sig ég veit það ekki"


Pedro Hipólito hefur fengið mikla gagnrýni og ákvað Gummi að sýna honum stuðning eftir leik

"Ég held að fólk geti ekki ýmindað sér vinnuna sem hann leggur á sig. Hann er að taka á sig markmannsþjálfun, styrktarþjálfun og hann ver okkur leikmennina í gegn"

Viðtalið má sjá í heild sinni hér fyrir ofan.
Athugasemdir
banner