Man Utd hefur áhuga á Valverde - Guehi gæti farið til Tottenham - Frank hefur líka áhuga á Collins
Arnar: Hver hefði trúað því eftir Kósovó leikina?
Álfhildur Rósa: Við samgleðjumst honum heldur betur
Einar Guðna: Þetta var þroskuð frammistaða
Nik: Aðal fókusinn er Breiðablik
Óli Kristjáns: Þetta snerist ekkert um það
Segir þetta varla gerast súrara - „Þú getur hringt í mig á morgun“
„Skuldum stuðningsmönnunum að taka á móti titlinum heima eftir tapið í fyrra“
Jökull óskar Víkingum til hamingju með titilinn: „Ekkert sálfræðistríð í því“
Gylfi: Ef við klárum þetta þá verður þetta sætara
Sigurjón um Rúnar: Einn besti þjálfari á landinu, ef ekki sá besti
Túfa: Alltof margir dottnir úr liðinu
Helgi Sig: Fjórða sætið er innan seilingar
Hrannar Snær: Við ætlum að halda okkur uppi
Birnir Snær: 5-10 mínútur þar sem við vorum ekki seigir
Haddi Jónasar: Ég ætla ekki að henda Tönning undir rútuna
Maggi Már: Strætó #15 rúllar í gegnum allan Mosfellsbæinn og fer beint niður á Meistaravelli og stoppar þar fyrir utan
Muhamed Alghoul: Sýndum afhverju við eigum skilið að ná þessu markmiði okkar
Frans Elvarsson: Gaman að loksins vinna á þessum velli
Nacho Heras: Hugsaði jafnvel að ég ætti bara að gefast upp
Haraldur Freyr: Fann bara að orkan í okkur var frábær
   lau 22. september 2018 16:50
Ármann Örn Guðbjörnsson
Einlægur Gummi Magg: Allt í rugli
Gummi Magg skoraði í dag en það dugði ekki til
Gummi Magg skoraði í dag en það dugði ekki til
Mynd: Fótbolti.net - Bára Dröfn Kristinsdóttir
Gummi Magg, fyrirliði Fram kom í mjög einlægt viðtal eftir tap gegn Víking Ólafsvík þar sem Gummi opnaði sig um stöðu félagsins, þjálfarann og leikmenn liðsins

Lestu um leikinn: Fram 1 -  2 Víkingur Ó.

"Við æfðum vel í vetur og komum vel inní mótið en svona seinni hlutann þá var þetta svolítið mikið basl en í heildina þá mun þetta sumar bara fara í reynslubankann og menn verða betri karakterar eftir þetta tímabil"

Stjórn Knattspyrnudeildar Fram lét af störfum fyrir rúmri viku og Gummi opnaði sig um stöðu félagsins

"Það er bara allt í rugli. Við stöndum rosalega mikið einir í þessu. Leikmenn eru að ganga í verk sem þeir eiga ekki að vera að gera. Stjórnarmenn og aðrir sem eru í kringum félagið sjást ekki á svæðinu nema þegar vel gengur. Umgjörðin er eins og hún er og þetta er bara pirrandi"

"Að fá engan stuðning er bara pirrandi og það kemur auðvitað bara í hópinn, það sést á okkur að við erum pirraðir. Menn eru að halda áfram en þeir eru ekki að fá borgað, útlendingarnir eru ekki að fá borgað og þá kannski leggja þeir minna á sig ég veit það ekki"


Pedro Hipólito hefur fengið mikla gagnrýni og ákvað Gummi að sýna honum stuðning eftir leik

"Ég held að fólk geti ekki ýmindað sér vinnuna sem hann leggur á sig. Hann er að taka á sig markmannsþjálfun, styrktarþjálfun og hann ver okkur leikmennina í gegn"

Viðtalið má sjá í heild sinni hér fyrir ofan.
Athugasemdir
banner