Malen, Maguire, Rashford, Greenwood, Yoro, Eriksen og fleiri góðir í slúðri dagsins
   þri 22. september 2020 12:35
Elvar Geir Magnússon
Bestur í 17. umferð - Er að fullorðnast sem leikmaður og hélt listasýningu
Aron Bjarnason (Valur)
Aron og Birkir Már Sævarsson voru í góðum gír í gær.
Aron og Birkir Már Sævarsson voru í góðum gír í gær.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Aron Bjarnason.
Aron Bjarnason.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Patrick Pedersen og Aron Bjarnason voru með listasýningu og Valsliðið í heild," sagði Ingólfur Sigurðsson í Innkastinu eftir magnaðan 5-1 útisigur toppliðs Vals gegn Stjörnunni í gær.

„Aron var frábær með Breiðabliki áður en hann fór út en hann hefur átt það til að eiga nokkra slaka leiki áður en hann skýst upp og er geggjaður nokkra leiki í röð. Það hefur vantað stöðugleika en hvernig hann hefur unnið á og verið gjörsamlega geggjaður hægra megin í Valsliðinu hefur verið gaman að sjá. Það er augljóst að hann er að fullorðnast sem leikmaður og er orðinn miklu stabílli."

Aron Bjarnason var valinn maður leiksins og er leikmaður umferðarinnar. Anton Freyr Jónsson skrifaði um leikinn fyrir Fótbolta.net og sagði þetta um Aron:

„Var frábær í kvöld og var sífellt ógnandi með hraða sínum út á vængnum hjá Valsmönnum. Byrjaði á að físka vítaspyrnu og skoraði síðan sjálfur tvö góð mörk og lagði upp fimmta markið á Birki Má Sævarsson. Frammistaða upp á tíu hjá Aroni í kvöld," skrifaði Anton.

Aron og Pedersen ná gríðarlega vel saman í sóknarleiknum og eftir leikinn í gær var Aron spurður hvort það væri ekki gott að spila með mann eins og Patrick við hlið sér?

„Hann er náttúrlega bara frábær senter og algjör draumur. Getur skorað upp úr engu og lagði líka upp gott mark fyrir mig þannig það er bara algjör draumur," sagði Aron um danska samherja sinn en viðtalið má sjá hér að neðan.

Sjá einnig:
Leikmaður 1. umferðar - Stefán Teitur Þórðarson (ÍA)
Leikmaður 2. umferðar - Valgeir Valgeirsson (HK)
Leikmaður 3. umferðar - Óttar Magnús Karlsson (Víkingur R.)
Leikmaður 4. umferðar - Viktor Jónsson (ÍA)
Leikmaður 5. umferðar - Patrick Pedersen (Valur)
Leikmaður 6. umferðar - Pablo Punyed (KR)
Leikmaður 7. umferðar - Jónatan Ingi Jónsson (FH)
Leikmaður 9. umferðar - Gísli Eyjólfsson (Breiðablik)
Leikmaður 12. umferðar - Daníel Hafsteinsson (FH)
Leikmaður 13. umferðar - Patrick Pedersen (Valur)
Leikmaður 15. umferðar - Atli Sigurjónsson (KR)
Leikmaður 16. umferðar - Steven Lennon (FH)
Aron Bjarna: Getur skorað upp úr engu
Innkastið - Vonbrigðin eru víða
Stöðutaflan
  L U J T ms: mf: mun Stig
0 0 0 0 0 0 0 0 0
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner