Watkins orðaður við United - Bayern sýnir Díaz áhuga - Arsenal hefur rætt við Eze
   þri 22. september 2020 14:00
Magnús Már Einarsson
Carragher: De Bruyne rétt á eftir Messi og Ronaldo
„Kevin De Bruyne er besti leikmaðurinn í ensku úrvalsdeildinni," sagði Jamie Carragher, sérfræðingur Sky Sports, eftir 3-1 sigur Manchester City á Wolves í gær.

De Bruyne fór á kostum í gærkvöldi og var valinn maður leiksins.

„Þegar við tölum um bestu leikmenn í heimi þá myndi ég segja að De Bruyne sé í augnablikinu efstur á listanum yfir leikmenn á eftir Lionel Messi og Cristiano Ronaldo."

„Ef þú myndir spyrja mig hvern ég myndi vilja í liðið mitt? Þá myndi það vera Kevin De Bruyne."

„Stoðsendingarnar og mörkin sem hann skorar gera hann að draumi stjórans."

Athugasemdir
banner