Malen, Maguire, Rashford, Greenwood, Yoro, Eriksen og fleiri góðir í slúðri dagsins
   þri 22. september 2020 14:14
Elvar Geir Magnússon
Dean Henderson ver mark Man Utd í kvöld
Dean Henderson.
Dean Henderson.
Mynd: Getty Images
Ole Gunnar Solskjær, stjóri Manchester United, mun gera margar breytingar á liði sínu í kvöld þegar leikið verður gegn B-deildarliði Luton í deildabikarnum, Carabao Cup.

United tapaði fyrir Crystal Palace 3-1 í fyrsta leik sínum í ensku úrvalsdeildinni um helgina.

Dean Henderson verður í markinu í kvöld og mun líta á það sem kjörið tækifæri til að sýna það að hann hefur hugarfarið til að vera aðalmarkvörður United.

Henderson lék frábærlega á lánssamningi hjá Sheffield United á síðasta tímabili og er nú mættur aftur á Old Trafford þar sem hann veitir David de Gea samkeppni.

Íslandsvinurinn Mason Greenwood verður líklega einnig í byrjunarliði United.

Fjórir leikir fara fram í 3. umferð enska deildabikarsins í kvöld.

Leikir dagsins:
18:00 Newport County - Watford
18:00 WBA - Brentford
18:30 West Ham United - Hull City
19:15 Luton Town - Manchester United (Stöð 2 Sport 2)
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner
banner