Malen, Maguire, Rashford, Greenwood, Yoro, Eriksen og fleiri góðir í slúðri dagsins
   þri 22. september 2020 11:50
Innkastið
„Sóknin hefur flogið undir radarinn þegar kemur að gagnrýni á Breiðablik"
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„KR-ingar voru þéttir og gerði það sem þurfti til að stöðva þetta Blikalið," sagði Gunnar Birgisson í Innkastinu í gær um 2-0 útisigur KR gegn Breiðabliki.

Damir Muminovic, varnarmaður Breiðabliks, var settur á bekkinn fyrir þennan leik og Elfar Freyr Helgason gerði sig sekan um slæm mistök í öðru marki KR.

„Sóknin hjá Breiðablik hefur ekki fengið eitt einasta neikvætt orð sagt um sig í sumar. Þetta er allaf vörn og markvarsla. Það er það eina sem er rætt um Breiðablik," sagði Gunnar Birgisson.

„Ef að Breiðablik væri að nýta eitthvað af þessum sénsum þegar þeir komast fram völlinn þá væri ekki verið að ræða vörnina þó að þeir væru að leka inn 2-3 mörkum í leik."

„Við höfum rætt um að þetta sé verk í mótun og þegar þetta gengur upp þá ætti að vera hægt að gera meira fram á við en þeir hafa sýnt. Sóknin hefur flogið svolítið undir radarinn þegar kemur að gagnrýni á þetta Breiðabliks lið."

Elvar Geir Magnússon sagði: „Það er risa áhyggjuefni hvað margir sem hafa spilað langt frá sínu besta á þessu tímabili hjá Breiðabliki."

Hér að neðan má hlusta á Innkastið.
Innkastið - Vonbrigðin eru víða
Stöðutaflan
  L U J T ms: mf: mun Stig
0 0 0 0 0 0 0 0 0
Athugasemdir
banner
banner