Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   mið 22. september 2021 20:54
Ívan Guðjón Baldursson
Deildabikarinn: Man Utd úr leik á Old Trafford
Mynd: Getty Images
Mynd: EPA
Mynd: Getty Images
Það hófust sex leikir í deildabikarnum fimm í kvöld og fóru tveir þeirra í vítaspyrnukeppni.

Stærstu fréttirnar eru þær að West Ham United sótti sigur á Old Trafford og sló Rauðu djöflana úr leik. Manuel Lanzini gerði eina mark leiksins á níundu mínútu.

Rauðu djöflarnir reyndu að jafna eins og þeir gátu en 27 marktilraunir dugðu ekki til, Alphonse Areola hélt markinu hreinu og urðu lokatölur 0-1.

Manchester Utd 0 - 1 West Ham
0-1 Manuel Lanzini ('9 )

Chelsea og Aston Villa skildu jöfn 1-1 á meðan Wolves gerði 2-2 jafntefli við Tottenham og þurfti vítaspyrnur til að skilja liðin að. Ekki er framlengt í deildabikarnum, heldur er farið beint í vítaspyrnukeppni.

Timo Werner skoraði fyrir Chelsea á meðan Harry Kane átti annað marka Tottenham sem komst í tveggja marka forystu.

Að lokum voru það Lundúnaliðin sem höfðu betur í vítaspyrnukeppni.

Chelsea 1 - 1 Aston Villa
1-0 Timo Werner ('54 )
1-1 Cameron Archer ('64 )
4-3 í vítaspyrnukeppni

Wolves 2 - 2 Tottenham
0-1 Tanguy Ndombele ('14 )
0-2 Harry Kane ('23 )
1-2 Leander Dendoncker ('38 )
2-2 Daniel Podence ('58 )
2-3 í vítaspyrnukeppni

Jón Daði Böðvarsson var ónotaður varamaður er Millwall tapaði heimaleik gegn Leicester City. Millwall átti betri fyrri hálfleik en tókst ekki að skora og gerði Leicester út um viðureignina í síðari hálfleik.

Ademola Lookman og Kelechi Iheanacho gerðu mörkin og er Leicester komið áfram ásamt Arsenal sem skoraði þrjú gegn Wimbledon.

Brighton lagði þá Swansea að velli með varaliðið sitt inná. Aaron Connolly gerði bæði mörk leiksins á fimm mínútna kafla.

Millwall 0 - 2 Leicester City
0-1 Ademola Lookman ('50 )
0-2 Kelechi Iheanacho ('88 )

Arsenal 3 - 0 Wimbledon
1-0 Alexandre Lacazette ('11 , víti)
2-0 Emile Smith-Rowe ('77 )
3-0 Edward Nketiah ('80 )

Brighton 2 - 0 Swansea
1-0 Aaron Connolly ('33 )
2-0 Aaron Connolly ('38 )
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner