banner
   fim 22. september 2022 10:26
Elvar Geir Magnússon
Noble fer í starf íþróttastjóra hjá West Ham
Mynd: EPA
Mark Noble snýr aftur til West Ham sem íþróttastjóri. Þessi fyrrum fyrirliði félagsins, oft kallaður herra West Ham, spilaði í 18 ár fyrir félagið en lagði skóna á hilluna eftir síðasta tímabilið.

Noble mun vinna náið með stjóranum David Moyes og stjórnarmönnum félagsins. Hann á að leggja eitthvað til málanna til West Ham frá öllum hliðum.

Þar á meðal á hann að koma að leikmannakaupum, þróun akademíunnar og vellíðan leikmanna og starfsfólks. Þetta er nýtt starf innan félagsins.

Noble er 35 ára og lék 550 leiki fyrir West Ham. Í sumar fór hann til Bandaríkjanna og sótti skemmtana-, fjölmiðla- og íþróttaviðskiptanámskeið við Harvard viðskiptaskólann.

„Það er ánægjulegt að snúa aftur og ég get ekki beðið eftir að hefja störf," segir Noble en hann byrjar í nýja starfinu í janúar.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner
banner