Amorim, Frank, Ten Hag, De Bruyne, Isak, Olise, Gyökeres og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   fim 22. september 2022 10:40
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Rosenior fær stöðulækkun - Warne tekur við (Staðfest)
Liam Rosenior.
Liam Rosenior.
Mynd: Getty Images
Liam Rosenior er ekki lengur stjóri Derby County í ensku C-deildinni en frá þessu var greint í enskum fjölmiðlum í gær.

Rosenior hefur stýrt Derby frá því Wayne Rooney ákvað að taka við DC United í Bandaríkjunum í sumar. Hann var hans aðstoðarmaður fyrir það.

Eigendur Derby - sem tóku við eignarhaldi félagsins í sumar - hafa verið að meta stöðu Rosenior síðustu vikur en hafa ákveðið að breyta til núna.

Talið er að Paul Warne, sem hefur náð flottum árangri með Rotherham, síðustu ár sé að taka við stjórn liðsins. Rotherham er í áttunda sæti í B-deild á meðan Derby er í efri hlutanum í C-deild, en Warne er sagður tilbúinn að taka stökkið niður fyrir félag sem er stærra.

Eins og staðan er núna þá mun Rosenior halda áfram í þjálfarateymi félagsins en hann kom til starfa hjá Derby fyrir þremur árum. Það hefur farið gott orð af honum en hann er kannski ekki alveg tilbúinn í það stóra starf að koma félaginu aftur upp.

Uppfært 12:28: Paul Warne hefur verið staðfestur sem nýr stjóri Derby og skrifaði hann undir fjögurra ára samning.


Athugasemdir
banner
banner
banner
banner