Arna Sif Ásgrímsdóttir var spurð út í sinn fyrrum liðsfélaga í viðtali við Fótbolta.net. Sandra María Jessen sneri aftur í landsliðið eftir rúmlega tveggja ára fjarveru fyrr á þessu ári.
Arna og Sandra léku saman hjá Þór/KA á sínum tíma. Báðar eru þær Akureyringar.
Arna og Sandra léku saman hjá Þór/KA á sínum tíma. Báðar eru þær Akureyringar.
Lestu um leikinn: Ísland 1 - 0 Wales U21
„Það er gríðarlega gaman að sjá hversu sterk hún er að koma til baka. Hún var að koma til baka í fyrra og eðlilega þurfti hún smá tíma til að ná takti," sagði Arna.
„Það sést á gengi Þórs/KA. Auðvitað fá þær Jóhann (Kristinn Gunnarsson) sem er einn af mínum uppáhaldsþjálfurum og er hann búinn að gera hrikalega vel með þetta unga lið sem þær eru með."
„En hvernig hún hefur dregið vagninn og tekið þetta svolítið á kassann. Það er gríðarlega mikilvægt fyrir fótboltann fyrir norðan og ég samgleðst henni mjög," sagði Arna.
Þær Arna og Sandra eru nú að undirbúa sig fyrir leikinn gegn Wales í Þjóðadeildinni. Leikurinn hefst klukkan 18:00 og fer fram á Laugardalsvelli.
Athugasemdir