Landsliðsmaður Úsbekistan orðaður við Man City - Liverpool hafnar tilboðum í Doak - Cunha til Arsenal?
   sun 22. október 2017 21:07
Ívan Guðjón Baldursson
Kristrún Rut búin að skrifa undir hjá Chieti (Staðfest)
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Ítalska knattspyrnufélagið Chieti er búið að staðfesta komu Kristrúnar Rutar Antonsdóttur til félagsins.

Kristrún Rut er fædd 1994 og stóð sig frábærlega í sumar þar sem hún átti stóran þátt í að koma Selfyssingum aftur upp í Pepsi-deild kvenna.

Kristrún er fjórði leikmaðurinn sem yfirgefur klakann fyrir Ítalíu á skömmum tíma því Arna Sif Ásgrímsdóttir, Berglind Björg Þorvaldsdóttir og Sigrún Ella Einarsdóttir hafa allar nýlega farið til Ítalíu að spreyta sig.

Ekki er gefið upp hversu langur samningur Kristrúnar er eða hvenær hún geti byrjað að spila.
Athugasemdir
banner
banner
banner