Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
banner
   fös 22. október 2021 20:09
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Sjáðu markið: Dagný tvöfaldaði forystuna
Icelandair
Dagný skoraði annað mark Íslands.
Dagný skoraði annað mark Íslands.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Ísland er komið 2-0 yfir gegn Tékklandi í öðrum leik liðsins í undankeppninni fyrir HM 2023.

Lestu um leikinn: Ísland 4 -  0 Tékkland

Það var Dagný Brynjarsdóttir, leikmaður West Ham, sem skoraði annað mark Íslands eftir hornspyrnu.

„Dangý rís hæst í teignum eftir fyrigjöf frá Öglu Maríu og skallar boltann í markið. Dagný verið virkilega góð allan leikinn," skrifaði Sigríður Dröfn Auðunsdóttir í beinni textalýsingu.

Staðan er 2-0 þegar 25 mínútur og uppbótartími eru eftir. Það væri gríðarlega gott fyrir Ísland að vinna þennan leik. Það má gera ráð fyrir því að þarna sé næst besta liðið og þriðja besta liðið í riðlinum að mætast. Úrslitin í riðlinum munu auðvitað ráða úr um það hvort liðið sé það næst besta.

Hér að neðan má sjá myndband frá RÚV af markinu sem Dagný skoraði.


Athugasemdir
banner
banner
banner