Newcastle á eftir Scalvini - Barcelona snýr sér aftur að Díaz - Tottenham vill belgískan miðvörð
Hemmi Hreiðars: Rosalegur karakterssigur
Aðalsteinn Jóhann: Ég hef ekki hugmynd um það
Gylfi Þór: Vonandi verður þetta jákvætt í lok tímabilsins
Lárus Orri: Frekar fúllt að labba héðan í burtu með ekkert stig
Eyjamenn stöðvuðu blæðinguna - „Maður er búinn að bíða eftir því"
Sölvi Geir: Ætla að vona að þetta sé að einhverju leyti vellinum að kenna
Haraldur Einar: Vaknaði ferskur og írskir dagar
Davíð Smári ósáttur með stóra ákvörðun - „Ofboðslega sorglegt"
Rúnar Kristins: Ég skaut fastar en hann bæði með hægri og vinstri
Valsmenn fengu góðan stuðning á Ísafirði - „Það skiptir máli"
Freysi Sig: Hinn Hornfirski Messi
Jóhann Birnir: Þurfum að vera með fókus á það sem við erum að gera
Árni Freyr: Vorum litlir í okkur og náðum ekki að höndla svona barning
Bergvin stóð við stóru orðin - „Gaman að hafa smá banter í þessari deild"
Gunnar Már: Það var eins og við vorum manni færri
Gústi Gylfa: Rautt spjald snýst ekkert um agavandamál
Farið á þrjú stórmót og þetta er besta umhverfið
„Hvað gerðist ekki í þeim leik?"
Ræða forsetans gladdi - „Við sögðum allt sem lá á hjartanu"
Sveindís: Veit ekki hvort þeir hafi séð þetta fyrir sér fyrir nokkrum árum
   lau 22. október 2022 22:47
Stefán Marteinn Ólafsson
Óskar Hrafn: Þetta mót er svolítið eins og bók sem er 100 síðum of löng
Óskar Hrafn Þorvaldsson
Óskar Hrafn Þorvaldsson
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

Breiðablik heimsóttu Valsmenn á Origo völlinn í kvöld þegar 4.umferð úrslitakeppni Bestu deildar karla hélt áfram göngu sinni. Breiðablik og Valur voru fyrstu liðin til þess að mætast í efri hlutanum í 4.umferð en tveir leikir voru í neðri hlutanum fyrr í dag.

Breiðablik sóttu afar sannfærandi sigur á hlíðarenda í kvöld en lokatölur urðu 5-2 Blikum í vil.


Lestu um leikinn: Valur 2 -  5 Breiðablik

„Ég er auðvitað bara stoltur af þeim fyrir að hafa klárað þennan leik og skorað fimm mörk og unnið hann." Sagði Óskar Hrafn Þorvaldsson þjálfari Breiðabliks eftir leik í kvöld.

„Leikurinn bar þess merki um að botninn sé farinn úr þessu og þetta mót er svona kannski eins og bók sem er hundrað síðum of löng, það sem hefði átt að koma fyrir á 300 síðum verða að 400. Menn eru orðnir þreyttir, þetta er langt tímabil og menn eru búnir að vera að í ár og ég held að hann hafi svolítið borið þess merki leikurinn."

Breiðablik eru fyrir svolitlu síðan orðnir Íslandsmeistarar og viðurkenndi Óskar að það sé öðruvísi að koma inn í leiki þegar takmarkinu er þegar náð og þannig séð ekkert undir.

„Já það er það auðvitað þó við reynum auðvitað eftir fremsta megni að halda æfingartempóinu uppi og svo undirbúa liðið með video fundi og bera virðingu fyrir verkefninu þá er ekki sama hungur og það er ekki sama einbeiting."

Nánar er rætt við Óskar Hrafn Þorvaldsson þjálfara Breiðabliks í spilaranum hér fyrir ofan. 


Stöðutaflan
  L U J T ms: mf: mun Stig
0 0 0 0 0 0 0 0 0
Athugasemdir
banner