Arsenal og Man Utd vilja Adeyemi - Stórveldi á eftir miðjumanni AZ - PSG vill Vinícius á frjálsri sölu 2027 - Newcastle skoðar Trafford
Hilmar Jökull: Verðum í bullandi minnihluta en það verður fjör
Toddi: Ef við byrjum eins og í Bakú þá eigum við góða möguleika
Brynjar Björn: Öll liðin eiga möguleika á umspilssæti
Andri Lucas: Þeir sýndu aðeins meiri lit
Kristian Hlyns: Erfitt að fá byrjunarliðssæti í þessu liði
Hákon Arnar: Geggjaður gæi og geggjaður leikmaður
Ísak Bergmann: Svo auðvelt að spila með Alberti
Jói Berg: Frábært afrek fyrir mig og mína fjölskyldu
Albert: Galið hvað ég var með stórt útisvæði til að halda partí
„Rómantíkusinn í Arnari Gunnlaugssyni“
Agla María: Eigum fullt erindi í þetta lið
Þjálfari Fortuna: Því ætla ég ekki að svara
Nik: Ég hef heyrt að hann sé hræðilegur
Karólína kenndi stuðningsmönnum Inter íslenskan frasa
Guðlaugur Victor: Megum alls ekki halda að þetta verði auðvelt
Agla María: Höfum tækifæri til þess að skrifa söguna hjá Breiðabliki
Nik: Viljum góðan leik, góða mætingu og úrslit sem setja okkur í góða stöðu fyrir seinni leikinn
Davíð Smári: Hrós fyrir mig og félagið að Eiður vilji taka þátt í þessu verkefni
Vildi vinna áfram með Davíð - „Ekkert heillaði mig jafn mikið"
Sjáðu það helsta úr spænska: Þrenna Lewandowski bjargaði Barcelona
banner
   lau 22. október 2022 22:47
Stefán Marteinn Ólafsson
Óskar Hrafn: Þetta mót er svolítið eins og bók sem er 100 síðum of löng
Óskar Hrafn Þorvaldsson
Óskar Hrafn Þorvaldsson
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

Breiðablik heimsóttu Valsmenn á Origo völlinn í kvöld þegar 4.umferð úrslitakeppni Bestu deildar karla hélt áfram göngu sinni. Breiðablik og Valur voru fyrstu liðin til þess að mætast í efri hlutanum í 4.umferð en tveir leikir voru í neðri hlutanum fyrr í dag.

Breiðablik sóttu afar sannfærandi sigur á hlíðarenda í kvöld en lokatölur urðu 5-2 Blikum í vil.


Lestu um leikinn: Valur 2 -  5 Breiðablik

„Ég er auðvitað bara stoltur af þeim fyrir að hafa klárað þennan leik og skorað fimm mörk og unnið hann." Sagði Óskar Hrafn Þorvaldsson þjálfari Breiðabliks eftir leik í kvöld.

„Leikurinn bar þess merki um að botninn sé farinn úr þessu og þetta mót er svona kannski eins og bók sem er hundrað síðum of löng, það sem hefði átt að koma fyrir á 300 síðum verða að 400. Menn eru orðnir þreyttir, þetta er langt tímabil og menn eru búnir að vera að í ár og ég held að hann hafi svolítið borið þess merki leikurinn."

Breiðablik eru fyrir svolitlu síðan orðnir Íslandsmeistarar og viðurkenndi Óskar að það sé öðruvísi að koma inn í leiki þegar takmarkinu er þegar náð og þannig séð ekkert undir.

„Já það er það auðvitað þó við reynum auðvitað eftir fremsta megni að halda æfingartempóinu uppi og svo undirbúa liðið með video fundi og bera virðingu fyrir verkefninu þá er ekki sama hungur og það er ekki sama einbeiting."

Nánar er rætt við Óskar Hrafn Þorvaldsson þjálfara Breiðabliks í spilaranum hér fyrir ofan. 


Stöðutaflan
  L U J T ms: mf: mun Stig
0 0 0 0 0 0 0 0 0
Athugasemdir
banner
banner
banner