Huijsen vill vera áfram á Englandi - Ramsdale og Verbruggen á blaði Man Utd - Leeds vill Weigl
Freyja Karín: Sterkt að byrja deildina svona með tveim mörkum
Óskar Smári: Þið hafið trú á okkur
Katie Cousins: Það voru engin vandamál með Val
Nik: Frammistaðan fyrstu 36-37 mínúturnar til fyrirmyndar
Berglind Björg: Allir mjög spenntir að byrja þetta mót
Jóhannes Karl: Mikið að gera við að þjálfa
Hólmar Örn: Ég hélt hann væri að dæma aukaspyrnu fyrir okkur
Óskar Hrafn: Þetta var það minnsta sem við áttum skilið
Andri Rúnar: Fullt hús stiga og fulla ferð áfram
Túfa: Af hverju er dæmt víti fyrir brot sem er fyrir utan teig?
Jón Þór: Hundfúl niðurstaða - Fannst þetta vera 50/50 leikur
Jökull sáttur: Mér er alveg sama hvort að þessir gæjar skori eða ekki
Jói Bjarna: Þetta eru engir hafsentar en þeir gerðu ógeðslega vel
Stígur Diljan: Það eru bjartir tímar framundan
Haddi: Nú sleikjum við sárin fyrsta hálftímann á leiðinni heim
Gummi Magg: Ætlaði bara að breyta leiknum
Rúnar Kristins: Gaui Þórðar sagði það alltaf í gamla daga
Sölvi: Við vorum algjörir killers
Dóri Árna: Stórfurðulega dæmdur leikur en við vorum sjálfum okkur verstir
Láki: Er ekki að ætlast til þess að við vinnum þá alla daga vikunnar
   lau 22. október 2022 22:47
Stefán Marteinn Ólafsson
Óskar Hrafn: Þetta mót er svolítið eins og bók sem er 100 síðum of löng
Óskar Hrafn Þorvaldsson
Óskar Hrafn Þorvaldsson
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

Breiðablik heimsóttu Valsmenn á Origo völlinn í kvöld þegar 4.umferð úrslitakeppni Bestu deildar karla hélt áfram göngu sinni. Breiðablik og Valur voru fyrstu liðin til þess að mætast í efri hlutanum í 4.umferð en tveir leikir voru í neðri hlutanum fyrr í dag.

Breiðablik sóttu afar sannfærandi sigur á hlíðarenda í kvöld en lokatölur urðu 5-2 Blikum í vil.


Lestu um leikinn: Valur 2 -  5 Breiðablik

„Ég er auðvitað bara stoltur af þeim fyrir að hafa klárað þennan leik og skorað fimm mörk og unnið hann." Sagði Óskar Hrafn Þorvaldsson þjálfari Breiðabliks eftir leik í kvöld.

„Leikurinn bar þess merki um að botninn sé farinn úr þessu og þetta mót er svona kannski eins og bók sem er hundrað síðum of löng, það sem hefði átt að koma fyrir á 300 síðum verða að 400. Menn eru orðnir þreyttir, þetta er langt tímabil og menn eru búnir að vera að í ár og ég held að hann hafi svolítið borið þess merki leikurinn."

Breiðablik eru fyrir svolitlu síðan orðnir Íslandsmeistarar og viðurkenndi Óskar að það sé öðruvísi að koma inn í leiki þegar takmarkinu er þegar náð og þannig séð ekkert undir.

„Já það er það auðvitað þó við reynum auðvitað eftir fremsta megni að halda æfingartempóinu uppi og svo undirbúa liðið með video fundi og bera virðingu fyrir verkefninu þá er ekki sama hungur og það er ekki sama einbeiting."

Nánar er rætt við Óskar Hrafn Þorvaldsson þjálfara Breiðabliks í spilaranum hér fyrir ofan. 


Stöðutaflan
  L U J T ms: mf: mun Stig
0 0 0 0 0 0 0 0 0
Athugasemdir
banner