Gomes, Lookman og Kolo Muani orðaðir við Man Utd - Trossard fær launahækkun - Brownhill í ítalska boltann?
Spenntur fyrir næsta skrefi - „Einn besti markvarðarþjálfari sem þú finnur á Íslandi"
Heimspekingur, kennari og nú þjálfari - „Þetta eru tímamót"
Bannað að mæta á stjórnarfund og var ráðinn í kjölfarið - „Mjög stoltur að félagið sé til í að veðja á mig"
Sverrir Ingi: Ef við viljum fara alla leið þá þurfum við að vera með okkar bestu menn
Leikplanið breytist þegar Orri meiðist - „Vorum ekki búnir að undirbúa okkur“
Jói Berg: Hareide verið flottur og það er uppgangur
Pirrandi hvernig við köstuðum þessu frá okkur - „Getur ekki kastað sér á bakvið það"
Aron telur Hareide á réttri leið - „Væri klárlega til í að sjá Norðmanninn áfram“
Andri Lucas: Stundum er fótboltinn svona, hann er ekki alltaf fallegur
Gulli Victor: Ég mæti hingað og er fagmaður
Orri Steinn hrósar varamönnunum: Breyta leiknum
Jón Dagur: Hann getur verið erfiður stundum
Jói Berg: Við gerðum þetta oft áður fyrr
Hákon: Hlaut einhver af þeim að hafa verið rangstæður
Logi svekktur að missa af leiknum gegn Wales: Var spenntur
Gripið í eistun á Stefáni - „Skil þetta ekki"
Mikael Egill: Ég sá bara Orra fagna í smettið á þeim
Age hreinskilinn: Fótbolti er fyndin íþrótt
Ísak: Nýtti það að vera smá reiður
Guðlaugur Victor: Hefur verið smá erfitt fyrir mig persónulega
   lau 22. október 2022 22:47
Stefán Marteinn Ólafsson
Óskar Hrafn: Þetta mót er svolítið eins og bók sem er 100 síðum of löng
Óskar Hrafn Þorvaldsson
Óskar Hrafn Þorvaldsson
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

Breiðablik heimsóttu Valsmenn á Origo völlinn í kvöld þegar 4.umferð úrslitakeppni Bestu deildar karla hélt áfram göngu sinni. Breiðablik og Valur voru fyrstu liðin til þess að mætast í efri hlutanum í 4.umferð en tveir leikir voru í neðri hlutanum fyrr í dag.

Breiðablik sóttu afar sannfærandi sigur á hlíðarenda í kvöld en lokatölur urðu 5-2 Blikum í vil.


Lestu um leikinn: Valur 2 -  5 Breiðablik

„Ég er auðvitað bara stoltur af þeim fyrir að hafa klárað þennan leik og skorað fimm mörk og unnið hann." Sagði Óskar Hrafn Þorvaldsson þjálfari Breiðabliks eftir leik í kvöld.

„Leikurinn bar þess merki um að botninn sé farinn úr þessu og þetta mót er svona kannski eins og bók sem er hundrað síðum of löng, það sem hefði átt að koma fyrir á 300 síðum verða að 400. Menn eru orðnir þreyttir, þetta er langt tímabil og menn eru búnir að vera að í ár og ég held að hann hafi svolítið borið þess merki leikurinn."

Breiðablik eru fyrir svolitlu síðan orðnir Íslandsmeistarar og viðurkenndi Óskar að það sé öðruvísi að koma inn í leiki þegar takmarkinu er þegar náð og þannig séð ekkert undir.

„Já það er það auðvitað þó við reynum auðvitað eftir fremsta megni að halda æfingartempóinu uppi og svo undirbúa liðið með video fundi og bera virðingu fyrir verkefninu þá er ekki sama hungur og það er ekki sama einbeiting."

Nánar er rætt við Óskar Hrafn Þorvaldsson þjálfara Breiðabliks í spilaranum hér fyrir ofan. 


Stöðutaflan
  L U J T ms: mf: mun Stig
0 0 0 0 0 0 0 0 0
Athugasemdir
banner
banner
banner