Arsenal orðað við fjóra sóknarmenn - Real Madrid að sækja bróður Mbappe líka - Zidane efstur á lista Ratcliffe - Barcelona á eftir De Gea
Sjáðu þrumuræðu Þorvalds Örlygssonar sem tryggði honum formannsembættið
Ingibjörg: Hafði alltaf trú
Telma: Vissi að við kæmum brjálaðar til baka
Sveindís: Lofaði að bæta upp fyrir það og fannst ég gera það
Glódís: Við sem leikmenn, þjóðin og KSÍ þurfum öll að stíga upp
„Búin að fá einhverja Twitter-kalla á sig en gerir okkur að sterkara liði"
Steini: Allt í lagi á meðan maður fær ekki slag
Alexandra í skýjunum: Það væri galið að setja hann ekki í svæðið
Hildur: Í augnablikinu vissi ég ekki að það kæmi mark úr því
Fyrsta landsliðsmarkið kom á besta tíma - „Ólýsanleg tilfinning"
Gunnhildur: Ætlað mér að vera styrktarþjálfari í svona tíu ár
Sædís: Þurfum að vera rólegri á boltanum og þora
Hefði frekar verið til í Valsvöllinn - „Eitthvað sem ég þarf að laga fyrir næsta leik"
Guðrún: Það voru Blikalög í rútunni á leiðinni og allir pepp
Alexandra: Er svo hógvær að ég segi að þetta sé sjálfsmark
Máni efstur í kosningu til stjórnar KSÍ
Þrumuræða Þorvaldar gerði útslagið: Fyrst og fremst tilfinningar frá mér
Sveindís beðið lengi - „Erfitt að segja hvenær maður kæmist aftur í fótbolta"
Steini: Svona atriði sem skipta gríðarlega miklu máli
Telma: Það var kannski smá mikið að gera á köflum
banner
   lau 22. október 2022 22:47
Stefán Marteinn Ólafsson
Óskar Hrafn: Þetta mót er svolítið eins og bók sem er 100 síðum of löng
Óskar Hrafn Þorvaldsson
Óskar Hrafn Þorvaldsson
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

Breiðablik heimsóttu Valsmenn á Origo völlinn í kvöld þegar 4.umferð úrslitakeppni Bestu deildar karla hélt áfram göngu sinni. Breiðablik og Valur voru fyrstu liðin til þess að mætast í efri hlutanum í 4.umferð en tveir leikir voru í neðri hlutanum fyrr í dag.

Breiðablik sóttu afar sannfærandi sigur á hlíðarenda í kvöld en lokatölur urðu 5-2 Blikum í vil.


Lestu um leikinn: Valur 2 -  5 Breiðablik

„Ég er auðvitað bara stoltur af þeim fyrir að hafa klárað þennan leik og skorað fimm mörk og unnið hann." Sagði Óskar Hrafn Þorvaldsson þjálfari Breiðabliks eftir leik í kvöld.

„Leikurinn bar þess merki um að botninn sé farinn úr þessu og þetta mót er svona kannski eins og bók sem er hundrað síðum of löng, það sem hefði átt að koma fyrir á 300 síðum verða að 400. Menn eru orðnir þreyttir, þetta er langt tímabil og menn eru búnir að vera að í ár og ég held að hann hafi svolítið borið þess merki leikurinn."

Breiðablik eru fyrir svolitlu síðan orðnir Íslandsmeistarar og viðurkenndi Óskar að það sé öðruvísi að koma inn í leiki þegar takmarkinu er þegar náð og þannig séð ekkert undir.

„Já það er það auðvitað þó við reynum auðvitað eftir fremsta megni að halda æfingartempóinu uppi og svo undirbúa liðið með video fundi og bera virðingu fyrir verkefninu þá er ekki sama hungur og það er ekki sama einbeiting."

Nánar er rætt við Óskar Hrafn Þorvaldsson þjálfara Breiðabliks í spilaranum hér fyrir ofan. 


Stöðutaflan
  L U J T ms: mf: mun Stig
0 0 0 0 0 0 0 0 0
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner
banner