sun 22. nóvember 2020 18:49
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Átti Arsenal að fá vítaspyrnu gegn Leeds?
Mynd: Getty Images
Leeds og Arsenal gerðu markalaust jafntefli þegar liðin áttust við í ensku úrvalsdeildinni í dag.

Leeds var sterkari aðilinn í leiknum en náðu ekki að skora, jafnvel þrátt fyrir að Arsenal hafi verið manni færri frá 51. mínútu eftir að Nicolas Pepe fékk rautt spjald.

Arsenal gerði tilkall til að fá vítaspyrnu í seinni hálfleiknum þegar boltinn fór í hendi Liam Cooper innan teigs.

Atvikið var skoðað í VAR en vítaspyrna var ekki dæmd. Það hefur verið tekið strangt á hendi innan teigs í ensku úrvalsdeildinni á þessu tímabili, en í þetta skiptið var ekki ákveðið að dæma.

Hér að neðan má sjá myndband af atvikinu.


Athugasemdir
banner
banner