Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
   mán 22. nóvember 2021 20:00
Brynjar Ingi Erluson
Birkir nefnir erfiðustu andstæðingana - „Algjör fáviti inn á vellinum"
Marko Arnautovic og Birkir Már í baráttunni á EM 2016
Marko Arnautovic og Birkir Már í baráttunni á EM 2016
Mynd: EPA
,,Ef maður gleymir sér í eina sekúndu er hann kominn eitthvert allt annað
,,Ef maður gleymir sér í eina sekúndu er hann kominn eitthvert allt annað
Mynd: EPA
Birkir Már Sævarsson gerði upp landsliðsferilinn í viðtali við Sæbjörn Steinke á Fótbolti.net á dögunum en hann ræddi þar meðal annars erfiðasta andstæðinginn.

Vindurinn, eins og hann er kallaður, spilaði 103 landsleiki, en hann lék sinn síðasta landsleik í 3-1 tapinu gegn Norður-Makedóníu í síðasta leik undankeppninnar fyrir HM fyrr í þessum mánuði.

Hann hefur mætt mörgum frábærum knattspyrnumönnum en hann segir Cristiano Ronaldo þann erfiðasta. Það er þó annar leikmaður sem kemur oft upp í hausinn.

„Nei, það er enginn sem ég man eftir einhver einn sem ég verið alveg á rassgatinu með. Það eru nokkrir leikir sem ég man eftir að ég var lélegur í," sagði Birkir Már.

Birkir hefur spilað þrisvar gegn Ronaldo en nefndi einnig Marko Arnautovic, framherja Austurríkis. Ferill hans hefur verið upp og niður en í dag spilar hann með Bologna á Ítalíu þar sem hann er að gera ágætis hluti og er með 6 mörk í 12 leikjum.

„Maður þarf að vera á tánum þegar maður er að spila við Ronaldo og svo Arnautovic. Hann er einn af þeim sem dúkkar alltaf upp þó hann hafi aldrei náð alvöru flugi á ferilinn þá er hann með rosalega mikið, fljótur og sterkur og algjör fáviti inn á vellinum."

„Maður er alltaf í veseni. Hann keyrir á mann og er í manni og rífandi kjaft. Hann er sterkur í minningunni. Það er erfitt að eiga við hann en ætli það sé ekki Ronaldo."

„Ég hef spilað þrisvar við hann og ef maður gleymir sér í eina sekúndu er hann kominn eitthvert allt annað og ef þú lendir einn á einn á móti honum þá er maður kominn í vesen. Hann er ógeðslega góður,"
sagði hann um erfiðasta andstæðinginn.
Birkir Már - Farið yfir ferilinn með Vindinum
Athugasemdir
banner
banner
banner