Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
   þri 22. nóvember 2022 10:12
Elvar Geir Magnússon
65 mínútur samtals í uppbótartíma á HM hingað til
Mynd: Getty Images
Það hefur vakið athygli hversu mikill uppbótartími er á leikjum HM en í þeim fjórum leikjum sem er lokið hafa næstum 65 mínútur samtals verið í uppbótartíma.

Leikur Englands og Írans stóð yfir í 117 mínútur og 16 sekúndur. Stór ástæða fyrir því eru meiðsli íranska markvarðarins Alireza Beiranvand.

En ástæðan fyrir því að við erum að sjá meiri uppbótartíma eru breyttar áherslur FIFA til að taka á því að leikmenn séu að tefja leikinn. Nákvæmari mælingar eru á því þegar leikurinn er stöðvaður.

Meiðsli, VAR ákvarðanir, skiptingar, vítadómar og rauð spjöld telja öll en einhverjir leikmenn hafa reynt að tefja það að hefja leik að nýju eftir slík atvik.

Fjórði dómarinn sér um að taka tímann sem 'fer til spillis' í Katar og hefur uppbótartíminn á HM ekki verið eins mikill síðan mælingar hófust.

Skiptar skoðanir eru á þessari nýju nálgun FIFA eins og sjá má á samfélagsmiðlum:


Athugasemdir
banner
banner
banner