Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
banner
   þri 22. nóvember 2022 12:02
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Byrjunarlið Danmerkur og Túnis: Eriksen byrjar - Danir í þriggja miðvarða kerfi
Christian Eriksen byrjar.
Christian Eriksen byrjar.
Mynd: Getty Images
Klukkan 13:00 hefst fyrsti leikur D-riðils á HM þegar Danmörk mætir Túnis.

Búið er að tilkynna byrjunarliðin fyrir leikinn. Ein breyting er á danska liðinu frá sigri gegn Frakklandi í september. Simon Kjær kemur inn í liðið fyrir Mikkel Damsgaard sem fer á bekkinn. Danir fara í þriggja miðvarða kerfi sem er breyting frá leiknum gegn Frökkum.

Hjá Túnis vekur athygli að Wahbi Khazri, fyrrum leikmaður Sunderland og núverandi leikmaður Montpellier, á bekknum.

Danmörk:
Schmeichel - Andersen, Kjær, Christensen - Mæhle, Delaney, Höjbjerg, Kristensen - Dolberg, Eriksen, Skov Olsen

Túnis:
Dahmen - Drager, Meriah, Talbi, Bronn, Abdi - Laïdouni, Skhiri, Ben Slimane - Msakni (c), Jebali
Athugasemdir
banner
banner