Zidane hefur augastað á Man Utd - Guimaraes áfram hjá Newcastle - Bayern hefur ekki rætt við Rangnick
   þri 22. nóvember 2022 12:35
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Guardiola samþykkir nýjan samning
Mynd: EPA
The Athletic greinir frá því að Pep Guardiola, stjóri Manchester City, hafi samþykkt nýjan samning við félagið.

Tekið er fram að ekki hefur verið skrifað undir samninginn en allt er klárt fyrir undirskriftina.

Samningurinn verður til eins árs en bæði Guardiola og City verða með möguleika um að framlengja samninginn um ár til viðbótar.

Núgildandi samningur Guardiola gildir út tímabilið sem nú er í gangi. Spánverjinn er 51 árs og hefur verið hjá City frá árinu 2016.

City hefur unnið úrvalsdeildina fjórum sinnum undir stjórn Guardiola, liðið er ríkjandi enskur meistari. Þá hefur liðið einu sinni unnið enska bikarinn og deildabikarinn fjórum sinnum.
Athugasemdir
banner
banner