Amorim, Frank, Ten Hag, De Bruyne, Isak, Olise, Gyökeres og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   þri 22. nóvember 2022 10:54
Elvar Geir Magnússon
Roy Keane: Þeir hefðu bara átt að vera með bandið
Mynd: Getty Images
Roy Keane hefur gagnrýnt fyrirliða Englands og Wales fyrir að hafa hætt við að bera 'OneLove' fyrirliðabandið í gær, af ótta við að fá leikbann fyrir að brjóta reglur FIFA.

Umrædd fyrirliðabönd eru í regnbogalitunum og eru til stuðnings baráttunni gegn mismunun. Nokkur lið á HM ætluðu að notast við bandið en hættu við af ótta við að fá gult spjald frá dómaranum.

Fyrirliðarnir Harry Kane og Gareth Bale hættu við að nota 'OneLove' böndin og ákváðu að notast við fyrirliðabönd sem eru samþykkt af FIFAþ

„Mér finnst að þeir hefðu átt að notast við þessi bönd í fyrsta leik, taka refsingunni sama hver hún væri. Þú átt á hættu að fá gult spjald en hefði verið frábær yfirlýsing," segir Keane.

„Taktu á þig gult spjald, vertu með bandið í fyrsta leik. Þeir voru hræddir við að fara í bann en mér finnst að báðir hefðu átt að standa við þetta og vera með bandið. Ef þetta er þín sannfæring áttu að standa við hana."


Athugasemdir
banner
banner
banner