Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
   þri 22. nóvember 2022 23:40
Ívan Guðjón Baldursson
Sjáðu atvikið: Al Amri bjargaði á marklínu í uppbótartíma
Mynd: EPA

Sádi-Arabía vann sögulegan sigur á Argentínu í fyrstu umferð heimsmeistaramótsins í Katar. Liðin mættust í morgun og tók Argentína forystuna snemma leiks með marki frá Lionel Messi.


Sádar sneru stöðunni við í upphafi síðari hálfleiks og þeim tókst að halda forystunni til leiksloka og uppskáru þannig 2-1 sigur.

Þeir hefðu þó ekki unnið leikinn ef ekki fyrir flottan varnarleik Abdulelah Al Amri sem bjargaði á marklínu í uppbótartíma. 

Al Amri kom inn af bekknum á 89. mínútu og bjargaði skoti Julian Alvarez aðeins þremur mínútum síðar með hausnum á sér.

Landsliðsmenn Sáda eru hetjur eftir þennan sigur og þeir geta tryggt sig í 16-liða úrslit með sigri gegn Póllandi í næstu umferð. Það yrði í annað sinn í sögunni sem Sádar fara upp úr riðli á HM.

Sjáðu björgunina


Athugasemdir
banner
banner
banner