Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   fim 22. desember 2022 10:20
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Ísland fer niður um eitt sæti en er áfram fyrir ofan Heimi
Ísland fagnar marki.
Ísland fagnar marki.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Ísland fellur niður um eitt sæti á heimslista FIFA. Þetta er síðasti listi ársins.

Frá því síðasti listi var gefinn út spilaði íslenska liðið fjóra leiki og gerði tvö jafntefli og tapaði tveimur. Jafnteflin komu gegn Lettlandi og Litháen í Eystrasaltsbikarnum en töpin komu gegn Sádí-Arabíu og Suður-Kóreu.

Ísland fór hæst upp í 60. sæti á þessu ári en lægst niður í það sæti sem liðið er í núna, 63. sæti.

Jamaíka, liðið sem Heimir Hallgrímsson stýrir, er áfram fyrir neðan Ísland, í 64. sæti.

Brasilía er áfram á toppi heimslistanum þrátt fyrir að hafa fallið úr leik í átta-liða úrslitunum á HM. Argentína, sem vann heimsmeistaratitilinn, er núna í öðru sæti.

Danmörk er á meðal liða sem fellur mest, en liðið fellur um átta sæti eftir að fallið úr leik í riðlakeppninni á HM. Danmörk er núna í 18. sætinu.
Athugasemdir
banner
banner
banner