
Pólska fótboltasambandið leitar núna að nýjum landsliðsþjálfara eftir að ákveðið var að slíta samstarfinu við Czeslaw Michniewicz.
Pólverjar þurftu óvænt að fara í þjálfaraleit um síðustu jól eftir að Paulo Sousa tilkynnti að hann væri hættur til að taka við Flamengo í Brasilíu.
Fabio Cannavaro og Andriy Shevchenko voru orðaðir við starfið en að lokum var Michniewicz ráðinn en hann hafði stýrt Legia Varsjá áður en hann tók við þessu starfi.
Það voru ekki allir sáttir við ráðninguna en hann kom liðinu á HM. Hann kom Póllandi úr riðlinum á HM en liðið tapaði sannfærandi gegn Frakklandi í 16-liða úrslitunum.
Pólska sambandið segist hafa fundað með Michniewicz á síðustu dögum og ákveðið eftir það að halda samstarfinu ekki áfram.
Athugasemdir