Ákveðinn í að fá Haaland til Barcelona - City veitir Liverpool keppni um Guehi - Everton mun ekki hlusta á tilboð í Branthwaite
   fim 23. janúar 2020 18:56
Ívan Guðjón Baldursson
Grikkland: Sverrir og félagar héldu hreinu og unnu
Mynd: Fótbolti.net - Einar Ásgeirsson
Lamia 0 - 1 PAOK
0-1 Leo Matos ('33)

Sverrir Ingi Ingason var á sínum stað í hjarta varnarinnar hjá PAOK er liðið heimsótti Lamia í gríska boltanum.

Leo Matos skoraði í fyrri hálfleik og dugði mark hans til að tryggja gestunum stigin þrjú.

PAOK er í harðri titilbaráttu við Olympiakos þar sem aðeins eitt stig skilur liðin að eftir 20 umferðir. AEK Aþena er í þriðja sæti, tólf stigum á eftir.

Sverrir Ingi hefur verið meðal bestu leikmanna grísku deildarinnar á tímabilinu.
Athugasemdir
banner