Barcelona og Man City vilja Olmo - Liverpool gæti reynt við Kudus - Chelsea og Barcelona hafa áhuga á Dybala
   fim 23. janúar 2020 18:30
Ívan Guðjón Baldursson
Heimild: MBL 
Viðar Örn skoðar aðstæður í Tyrklandi
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Viðar Örn Kjartansson er á förum frá FK Rostov eftir misheppnaða dvöl í Rússlandi.

Hann mun líklega reyna fyrir sér í Tyrklandi næst en hann er þessa stundina að skoða aðstæður hjá ónefndu félagi sem leikur í efstu deild þar í landi.

Frá þessu greindi Morgunblaðið eftir samtal við Ólaf Garðarsson, umboðsmann Viðars.

Viðar er afar eftirsóttur þrátt fyrir slakt gengi í Rússlandi og hafa félög frá Englandi, Danmörku og Svíþjóð meðal annars sett sig í samband við framherjann.

Viðar, sem verður þrítugur í mars, var iðinn við markaskorun í þeim keppnum sem hann lék í áður en hann fór til Rússlands. Hann skein skærast í Svíþjóð en átti einnig góða tíma í Kína og Ísrael.
Athugasemdir
banner
banner
banner