Malen, Maguire, Rashford, Greenwood, Yoro, Eriksen og fleiri góðir í slúðri dagsins
   lau 23. janúar 2021 13:30
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Huth um Havertz: Ekki hrifinn af líkamstjáningu hans
Kai Havertz.
Kai Havertz.
Mynd: Getty Images
Kai Havertz hefur ekki staðið undir væntingum hjá Chelsea til þessa. Hann var keyptur frá Bayer Leverkusen fyrir 72 milljónir punda síðasta sumar.

Hinn 21 árs gamli Havertz er búinn að skora fimm mörk og leggja upp sex í 23 leikjum fyrir Chelsea.

Havertz hefur þurft að aðlagast nýrri deild og nýju landi, ásamt því að þurfa að glíma við kórónuveiruna í nóvember. Dvöl hans hjá Chelsea hefur hingað til gengið erfiðlega en Robert Huth, landi hans og fyrrum leikmaður Chelsea, er ekki ánægður með það sem hann hefur séð til þessa frá Þjóðverjanum.

„Það er allt í góðu að segja að hann eigi að vera aðalmaðurinn, en hann er hjá stóru félagi og hann þarf að láta það gerast sjálfur," sagði Huth við Stadium Astro.

„Ég er ekki hrifinn af líkamstjáningu hans. Þetta er fyrsta árið hans, já, en stundum er bara eins og honum sé sama. Hann tapar boltanum og vinnur svo ekki til baka."

Huth endaði ferilinn með Leicester þar sem hann lék með Riyad Mahrez. Hann segir að Mahrez hafi stundum einbeitt sér of mikið að sóknarleiknum en ekkert að varnarleiknum. Þá hafi liðið rætt við hann um það.

„Það þarf einhver að segja hvað þarf til þess að spila í ensku úrvalsdeildinni. Kannski eru leikmennirnir í búningsklefanum aðeins of vingjarnlegir," segir Huth.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner