Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   sun 23. janúar 2022 06:00
Ívan Guðjón Baldursson
Kolbrún Tinna framlengir við Fylki
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Kolbrún Tinna Eyjólfsdóttir er búin að skrifa undir samning við Fylki en hún lék þrettán keppnisleiki í fyrra.

Kolbrún Tinna er fædd 1999 og þótti gífurlega mikið efni á sínum tíma. Hún spilaði 24 leiki fyrir yngri landsliðin en á enn eftir að taka stökkið upp í A-liðið.

Kolbrún á 74 meistaraflokksleiki að baki með Fylki, Stjörnunni, Fjölni og Haukum.

„Við Fylkismenn getum glaðst yfir þeim tíðindum að leikmenn haldi tryggð við félagið og ætli sér að koma því í deild þeirra bestu!" segir í yfirlýsingu frá Fylki.

Fylkir féll úr Pepsi Max-deildinni í fyrra og ætlar sér beint aftur upp.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner