Hver tekur við af Klopp? - Dani Olmo orðaður við Man Utd - Greenwood í skiptum fyrir Gleison Bremer
   mán 23. janúar 2023 10:57
Elvar Geir Magnússon
Dagur Dan á leið til Orlando City - Samningar á lokastigi
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Dagur Dan Þórhallsson, leikmaður Breiðabliks, er á leið til Orlando City í bandarísku MLS-deildinni.

Frá þessu var greint í hlaðvarpsþættinum Dr. Football og mbl.is fékk það svo staðfest að viðræður milli Blika og Orlando eru á lokastigi.

Dagur Dan, sem er 22 ára, var valinn í úrvalslið ársins í Bestu deildinni í fyrra en hann var klárlega einn af bestu leikmönnum Íslandsmótsins. Hann skoraði níu mörk í 25 leikjum fyrir Breiðablik í Bestu deildinni.

Dagur var svo í landsliðsverkefni Íslands fyrr í þessum mánuði og var talað um hann sem einn allra bjartasta punktinn í íslenska liðinu.

Hann hefur á ferli sínum einnig spilað fyrir Fylki, Keflavík, Hauka og Mjöndalen í Noregi.

Or­lando City hafnaði í sjö­unda sæti Aust­ur­deild­ar MLS á síðasta ári og komst í úr­slita­keppn­ina en féll þar út í fyrstu um­ferð.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner