Watkins orðaður við United - Bayern sýnir Díaz áhuga - Arsenal hefur rætt við Eze
   sun 23. febrúar 2020 23:15
Ívan Guðjón Baldursson
Settu hátalara undir gestastúkuna
Ultras stuðningsmenn Rauðu stjörnunnar í Belgrad eru þekktir í knattspyrnuheiminum fyrir að vera ofbeldis- og fordómafullir.

Það þýðir þó ekki að allar gjörðir þeirra séu slæms eðlis en þeir tóku upp á því að hrekkja stuðningsmenn Vojvodina er liðin mættust í gær.

Stuðningsmennirnir komu hátalarakerfi fyrir undir gestastúkuna og þegar rétti tíminn skall á settu þeir þemalag Looney Tunes teiknimyndanna í gang.

Þetta athæfi hefur vakið mikla athygli á samfélagsmiðlum og stuðningsmannahópurinn fengið sjaldgæft hrós fyrir frumlegheit.


Athugasemdir
banner