Malen, Maguire, Rashford, Greenwood, Yoro, Eriksen og fleiri góðir í slúðri dagsins
banner
   þri 23. febrúar 2021 11:14
Elvar Geir Magnússon
Heimild: mbl.is 
Aron Einar verður klár strax í næsta leik
Aron Einar Gunnarsson.
Aron Einar Gunnarsson.
Mynd: Getty Images
Landsliðsfyrirliðinn Aron Einar Gunnarsson meiddist í upphitun fyrir leik Al Arabi og Al Sadd í Katar í gær.

Hann átti að byrja leikinn en mætti svo ekki út á völlinn. Íslendingaliðið Al Arabi tapaði á dramatískan hátt í uppbótartíma.

Freyr Alexandersson, aðstoðarþjálfari Al Arabi, stýrði leiknum í gær en Heimir Hallgrímsson var frá eftir að hafa greinst með Covid-19.

Freyr sagði í samtali við mbl.is að meiðsli Arons væru lítilsháttar. Hann vonast til þess að Aron verði klár í bikarleik Al Arabi þann 3. mars.

„Aron fest­ist í háls­in­um í upp­hit­un og gat og get­ur ekki hreyft sig al­veg eðli­lega eins og staðan er í dag. Þetta er ekk­ert al­var­legt og mun ekki hafa nein áhrif á lands­leiki Íslands í undan­keppni HM í næsta mánuði," segir Freyr.

Undankeppni HM hefst eftir rúmlega mánuð en Ísland hefur keppni á þremur útileikjum.

FIMMTUDAGUR 25. MARS
19:45 Þýskaland - Ísland

SUNNUDAGUR 28. MARS
16:00 Armenía - Ísland

MIÐVIKUDAGUR 31. MARS
18:45 Liechtenstein - Ísland
Athugasemdir
banner
banner
banner