Malen, Maguire, Rashford, Greenwood, Yoro, Eriksen og fleiri góðir í slúðri dagsins
   þri 23. febrúar 2021 18:52
Aksentije Milisic
Byrjunarliðin í Meistaradeildinni: Giroud byrjar - Musiala fær sénsinn hjá Bayern
Mynd: Getty Images
Mynd: Getty Images
Tveir leikir fara fram í 16-liða úrslitum Meistaradeildarinnar í kvöld klukkan 20.

Í Róm mætast Lazio og Bayern Munchen á Ólympíuleikvangnum og þá mætast Atletico Madrid og Chelsea á National-leikvanginum í Rúmeníu en vegna útbreiðslu kórónaveirunnar er ekki hægt að spila leikinn á Spáni.

Byrjunarliðin í þessum einvígjum eru mætt og má sjá þau hér fyrir neðan.

Hjá Lazio er hinn geðþekki Pepe Reina í markinu og þá eru þeir Joaquin Correa og Ciro Immobile sem leiða sóknarlínu heimamanna.

Hansi Flick stillir upp hinum unga Jamal Musiala í byrjunarliðinu en þá eru þeir Thomas Muller og Benjamin Pavard frá vegna kórónaveiru smits.

Atletico Madrid stillir upp þriggja manna sóknarlínu með þá Thomas Lemar, Joao Felix og Luis Suarez.

Hjá Chelsea byrja þeir Timo Werner og Oliver Giroud báðir. Þá er Andreas Christensen í hjarta varnarinnar með Antonio Rudiger.

Lazio: Reina; Patric, Acerbi, Musacchio; Lazzari, Milinkovic-Savic, Leiva, Luis Alberto, Marusic; Correa, Immobile

Bayern: Neuer; Süle, Boateng, Alaba, Davies; Kimmich, Musiala; Sané, Goretzka, Coman; Lewandowski


Atletico: Oblak, Llorente, Savic, Felipe, Hermoso, Correa, Koke, Saul Niguez, Lemar, Joao Felix, Suarez

Chelsea: Mendy, Azpilicueta, Christensen, Rudiger, Alonso, Mount, Jorginho, Kovacic, Hudson-Odoi, Werner, Giroud


Athugasemdir
banner
banner
banner