Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
   fim 23. febrúar 2023 22:58
Brynjar Ingi Erluson
Fernandes um vítið: Fannst þetta svolítið ódýrt en þeir hafa alltaf rétt fyrir sér
Bruno Fernandes braut á Alejandro Balde í teignum
Bruno Fernandes braut á Alejandro Balde í teignum
Mynd: EPA
Mynd: EPA
Bruno Fernandes, leikmaður Manchester United, var hæstánægður með 2-1 sigurinn á Barcelona, en sigurinn kom liðinu áfram í 16-liða úrslit Evrópudeildarinnar.

United var marki undir í hálfleik eftir að Robert Lewandowski skoraði úr vítaspyrnu á 18. mínútu.

Enska liðið mætti sterkara inn í síðari hálfleikinn og jöfnuðu strax með marki frá Fred áður en Antony skoraði laglegt sigurmark um tuttugu mínútum fyrir leikslok.

„Trúin í þessu liði er alltaf til staðar og sömuleiðis geggjuð frá stuðningsmönnunum. Þeir ýtttu okkur áfram í gegnum erfiða kafla til að koma til baka og vinna. Þetta eru frábær úrslit en nú eigum við stórleik á sunnudag,“ sagði Fernandes.

Fernandes fékk vítaspyrnu á sig snemma leiks eftir að hann togaði Alejandro Balde niður í teignum, en hann var ekki alveg nógu sáttur við þá ákvörðun.

„Það er ekkert sem ég get sagt sem mun breyta því en mér fannst þetta svolítið ódýrt. Við vorum báðir að reyna að ná boltanum og báðir að nota hendurnar en þetta er bara svona. Ég vil ekki tala um þetta. Dómararnir hafa alltaf rétt fyrir sér þannig ég get ekkert gert í þessu.“

Stemningin á Old Trafford var í hæsta gæðaflokki í kvöld og segir Fernandes að það hafi svo sannarlega hjálpað til við að landa sigrinum.

„Stuðningsmennirnir hafa verið með okkur á erfiðustu augnablikunum. Á þessu tímabili höfum við verið góðir því þeir eru alltaf á bakvið okkur en þetta er eitthvað allt annað. Það er hægt að finna það að samband okkar er sérstakt. Það var rafmögnuð stemning á Old Trafford og það er ástæðan fyrir því að við unnum,“ sagði hann í lokin.
Athugasemdir
banner
banner
banner