Man City ræðir um möguleg kaup á Ait-Nouri - Adarabioyo eftirsóttur - Newcastle vill Sesko
   fim 23. febrúar 2023 12:00
Elvar Geir Magnússon
„Þó ég megi gera fimm skiptingar þá þarf ég ekki að gera fimm skiptingar“
Phil Foden var ónotaður varamaður.
Phil Foden var ónotaður varamaður.
Mynd: Getty Images
Athygli vakti að Pep Guardiola gerði enga skiptingu í 1-1 jafnteflinu gegn RB Leipzig í fyrri viðureign liðanna í 16-liða úrslitum Meistaradeildarinnar í gær.

Riyad Mahrez kom City yfir í leiknum en Josko Gvardiol jafnaði með skalla á 70. mínútu. Talsverð gagnrýni hefur verið á þá ákvörðun Guardiola að framkvæmda engar skiptingar.

Julian Alvarez og Phil Foden voru meðal þeirra sem sátu á bekknum yfir allar 90 mínúturnar.

„Ég hef tækifæri samkvæmt reglum til að gera fimm skiptingar. En ég er stjórinn og ræð því hvort ég nýti þær eða ekki. Þó ég megi gera fimm skiptingar þá þarf ég ekki að gera fimm skiptingar," segir Guardiola.

„Ég var ánægður með spilamennskuna. Ég var með Phil á bekknum og eftir að þeir jöfnuðu hugsaði ég strax út í það að setja hann inn. En við tókum leikinn strax aftur í okkar hendur og vorum með stjórnina."
Athugasemdir
banner
banner
banner