Tottenham og Newcastle hafa áhuga á Grealish - Newcastle bjartsýnt á að fá Guehi - Elanga í læknisskoðun
Einar Guðna þurfti ekki að hugsa málið - „Algjört draumastarf"
Halli: Er ekkert í þessu til að hefna fyrir eitt né neitt
Halli Hróðmars: Orðið ansi þungt leik eftir leik
Úlfur Ágúst: Ég reyndi og sem betur fer fór hann inn
Jökull: Við vorum líklegri og sköpuðum betri færi
Heimir Guðjóns: Vítið sem Stjarnan fékk var rangur dómur
„Ekki búin að því og ég veit ekki hvort maður muni gera það"
Svaf ekki mikið - „Þurfum að nota þetta sem spark í rassinn"
Sár, svekkt og leið - „Ég er ekki sú ferskasta núna"
„Þetta er ekki upplifun sem ég hef fengið áður"
Steini: Ég er með samning áfram
Guðrún: Mikið af knúsum og ekki mikið af orðum
Cecilía: Leiðinlegt að hafa ekki gert meira fyrir þau
Karólína Lea: Það er langt síðan ég hef grenjað svona
Magnað viðtal við Glódísi - „Mun aldrei fyrirgefa mér það"
Ingibjörg meyr: Við ætlum að fokking vinna Noreg
Dagný: Ég hefði viljað ná að brjóta
Haddi: Ég skil ekki af hverju allir efast um Viðar
Ívar Örn: Það fer okkur mjög vel að spila hér í Laugardalnum
Grímsi: Vonandi er stíflan brostin sem ég er búinn að vera að glíma við
   fös 23. febrúar 2024 18:51
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Stara Pazova
Steini: Svona atriði sem skipta gríðarlega miklu máli
Icelandair
Þorsteinn Halldórsson, landsliðsþjálfari.
Þorsteinn Halldórsson, landsliðsþjálfari.
Mynd: Jónína Guðbjörg Guðbjartsdóttir
Ísland gerði jafntefli við Serbíu í kvöld.
Ísland gerði jafntefli við Serbíu í kvöld.
Mynd: Jónína Guðbjörg Guðbjartsdóttir
Landsliðsþjálfarinn.
Landsliðsþjálfarinn.
Mynd: Jónína Guðbjörg Guðbjartsdóttir
„Auðvitað vildum við meira fyrirfram en 1-1 er niðurstaðan og það er bara áfram gakk," sagði Þorsteinn Halldórsson, landsliðsþjálfari, eftir jafntefli gegn Serbíu í umspili Þjóðadeildarinnar í dag.

„Við þurfum bara að vera klár á þriðjudaginn. Þetta snýst ekki um neitt annað en það. Svo þurfum við að fara yfir í rólegheitum hvað við getum gert betur og hvað við vorum að gera vel. Við þurfum að vera vel undirbúin í leikinn á þriðjudaginn sem verður hörkuleikur," sagði Steini jafnframt.

Lestu um leikinn: Serbía 1 -  1 Ísland

Ísland byrjaði leikinn vel og Serbía stjórnaði ferðinni fram að marki sínu um miðbik fyrri hálfleiks.

„Auðvitað bjóst maður ekki við því að þetta yrði svona mikið ströggl. Þær koma yfirleitt af miklum krafti inn í leiki, þær pressa og það eru læti í þeim. Við vissum að það yrðu læti í byrjun, en kannski ekki þannig að við yrðum í svona miklu basli með að koma okkur út úr þessu. Hægt og rólega fór leikurinn fram á miðjum vellinum og þetta var barningsleikur nánast allan tímann."

Markið var alltof auðvelt hjá Serbíu. „Algjörlega. Ástæðan fyrir því að við förum með tvo menn út er til að loka á að þær leysi það svona auðveldlega. Þú verður að klára manninn þinn. Það er enginn að sóla neinn. Þetta er bara sending á milli. Það eru svona atriði sem skipta gríðarlega miklu máli og skilja að í svona leikjum. Þetta var full auðvelt."

Liðið svaraði af miklum krafti og skoraði strax. „Ég var ánægður með það. Við komum af krafti inn þá. Þegar þú ert lentur undir þá hefurðu þannig séð engu að tapa. Við svöruðum vel og jöfnuðum strax."

„Úrslitin eru 1-1 og það er bara áfram gakk. Við vildum vera í þannig stöðu að seinni leikurinn væri í okkar höndum. Ef við vinnum þá erum við komin áfram."

En frammistaðan í heild sinni. Er hann sáttur við hana?

„Við höfum oft spilað betur og náð fleiri samleiksköflum en þetta. Það voru hlutir sem við þurftum að gera betur með boltann og við hefðum getað verið rólegri á boltanum. Það voru einfaldar sendingar að klikka. Þetta eru atriði sem við getum bætt. Við förum yfir leikinn á sunnudaginn, förum yfir það góða og það sem þarf að laga. Við verðum eins vel undirbúin og hægt er á þriðjudaginn."

„Jafntefli heldur þessu einvígi opnu og við erum lifandi til að spila seinni leikinn. Sá leikur leggst vel í mig og við þurfum bara að vera klár á þriðjudaginn. Það er það eina sem við hugsum um núna. Við tökum endurheimt í kvöld og svo er ferðadagur á morgun. Á sunnudaginn byrjum við svo að undirbúa okkur beint fyrir leikinn. Við gerum það vel."

Það er mjög mikið undir og ef fólk hefur tök á, þá er um að gera að skella sér á Kópavogsvöll á þriðjudaginn.

„Ég held að stelpurnar eigi það skilið að fólk mæti og styðji við þær. Það hafa tiltölulega fáir áhorfendur verið að mæta hjá okkur að undanförnu en samt góður stuðningur hjá þeim sem mæta. Við viljum alltaf sjá meiri og betri stuðning," sagði Steini að lokum.
Athugasemdir
banner
banner