Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   fim 23. mars 2023 16:20
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Ísland mætir tveimur af mest spennandi leikmönnum Englendinga
Kobbie Mainoo, miðjumaður Manchester United.
Kobbie Mainoo, miðjumaður Manchester United.
Mynd: Getty Images
U19 landslið karla hóf milliriðil sinn í undankeppni EM 2023 á ansi athyglisverðum leik gegn Tyrklandi í gær.

Leikurinn endaði með 2-2 jafntefli en Tyrkir fengu tvö rauð spjöld í leiknum og enduðu með níu leikmenn inn á vellinum. Kristian Nökkvi Hlynsson jafnaði metin fyrir Íslands í uppbótartíma.

Ísland mætir næst Englandi á laugardag, en það verður gríðarlega erfiður leikur. England er á heimavelli í riðlinum, en þeir hófu milliriðilinn á sigri gegn Ungverjalandi.

Í U19 hópi Englendinga eru nokkrir af þeim sem vefmiðillinn Goal lítur á sem framtíðarstjörnur Englands.

Á þeim lista má finna Lewis Hall hjá Chelsea og Kobbie Mainoo hjá Manchester United en líklegt er að þeir muni byrja gegn Íslandi. Þó vantar marga stóra pósta í liðið eins og til að mynda Rico Lewis hjá Manchester City en hann er í U21 landsliðinu.

Það verður áhugavert að sjá hvernig okkar strákum mun ganga í þessum leik en England er ríkjandi Evrópumeistari U19 liða.
Athugasemdir
banner
banner
banner